Þessi vefur er ætlaður íslenskukennurum um allt land sem kenna fullorðnum nemendum íslensku. Vefurinn á að vera sameiginlegur vettvangur fyrir kennara til að skiptast á hugmyndum og aðferðum og geyma og ná í gögn til að nýta í kennslu. Vefurinn er á tilraunastigi og allar athugasemdir og ábendingar vel þegnar. Við búum reyndar svo vel að eiga þarfagreiningu fyrir íslenskukennsluvef sem gerð var af mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir fáeinum árum og vinnan við hana mun vonandi nýtast vel fyrir þennan vef. Þetta verður spennandi!
Fyrir hverja?
Þessi vefur er ætlaður íslenskukennurum um allt land sem kenna fullorðnum innflytjendum íslensku. Vefurinn er sameiginlegur vettvangur fyrir kennara til að fá upplýsingar um efni og aðferðir við kennslu. Kennarar eru hvattir til taka þátt í mótun vefsins. Senda póstSíður