tip-of-the-iceberg-titanic-wallpaper-2KLAKI – gagnagrunnur og orðalistar er efni unnið af Bjarna Benedikt Björnssyni tengt efninu Íslenska fyrir alla, Viltu læra íslensku, Learning Icelandic og Icelandic Online.

KLAKI hefur hlotið styrki frá Þróunarsjóði námsgagna, Hagþenki, Máltæknisjóði, Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur, Samfélagssjóði Landsvirkjunar, Reykjavíkurborg og Tungumálatorgi. Er öllum kærlega þakkaður veittur stuðningur. 

Markhópur KLAKA var í upphafi franskir nemendur í íslensku og norrænum fræðum við Sorbonne-háskóla (sjá hér eldri útgáfu með frönskum þýðingum og skýringum), en gagnagrunnurinn ætti að nýtast öllum sem vilja skoða grunnorðaforða íslensks máls með hliðsjón af ýmsu kennsluefni í íslensku sem öðru máli, ásamt beygingarflokkum og skýringum.

 

Vefskjöl í dálkum:

Orðalistar til að prenta út:

 

RÓT – síða með ýmsum vinnu- og yfirlitsblöðum og glærum sem Bjarni hefur útbúið

Ýmis yfirlit (enn með skýringum á frönsku, verða uppfærð síðar):

Bjarni Benedikt Björnsson er með M.Paed.-próf í íslensku og kennslufræði frá Háskóla Íslands. Hann gegndi stöðu kennara í íslensku við Sorbonne-háskóla í París árin 2013-2018, og kenndi íslensku árin 2004-2013 í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Enginn sambærilegur gagnagrunnur um grunnorðaforða íslensku hefur verið aðgengilegur áður, en gerð hans er í samræmi við áherslur í annarsmálsfræðum (e. second language proficiency), kennslufræði erlendra tungumála og Evrópsku tungumálamöppuna, sem gerir ráð fyrir auknu sjálfstæði nemandans, sjálfsnámi og notkun fjölbreyttra miðla við tungumálanám.

Bjarni Sorbonne

Markhópur KLAKA eru nemendur í íslensku og norrænum fræðum.  Gagnagrunnurinn nýtist öllum sem vilja skoða grunnorðaforða íslensks máls með hliðsjón af ýmsu kennsluefni í íslensku sem öðru máli, ásamt beygingarflokkum og skýringum.

Kynning á KLAKA sem haldin var á ráðstefnu í Norræna húsinu 25. maí 2018.