Erlend tungumál

Ein besta leiðin til að tileinka sér nýtt tungumál er að fá tækifæri til að nýta það í samskiptum um eigin þekkingu, reynslu og áhugamál.  Menningarmótsaðferðin hentar þess vegna vel í kennslu erlendra tungumála.  Verkefnið stuðlar að hagnýtri tungumálakennslu og skapar vettvang fyrir tungumálamiðlun. Þegar börnum/nemendum gefst tækifæri til að segja frá menningu sinni og áhugamálum á tungumáli sem þau eru að læra, upplifa þau raunverulegan tilgang með náminu. Menningarmót er þannig vettvangur  fyrir tjáskipti þar sem þáttakendur velja sér “hjálpargögn” svo sem persónulega muni, ljósmyndir, eða annað sem tiltekið er varðandi  framkvæmd verkefnisins. Þannig er undirstrikað á sjónrænan hátt það sem nemendur vilja sýna og segja frá.

Myndböndin hér á síðunni sýna dæmi um Menningarmót í spænskukennslu þar sem nemendur með spænsku sem móðurmál og nemendur að læra spænsku sem erlent tungumál mæltu sér mót með spænsku sem samskiptamál.  Persónuleg menning og áhugamál nemenda voru í brennidepli og  nemendur tjáðu sig á spænsku um það sem stóð hjarta þeirra næst.  Á sama tíma var lögð áhersla á að nemendur tengdu kynninguna sína við spænskri tungu og menningu í spænskumælandi löndum. Þannig var  bæði verið að virkja a reynsluheima og heimsreynslu nemenda. Þeir sem höfðu rætur í  í öðrum menningarheimum fengu tækifæri til að miðla þekkingu sinni  en aðrir gátu tjáð sig um ferðalög, bækur eða tónlist og eða sagt frá fjölskyldu sinni.

”Lifandi tungumál – börn og ungmenni sem tungumálamiðlarar” er skemmtileg leið til að sameina önnur móðurmál en íslensku og kennslu í erlendum tungumálum.