Í þessu skjali er að finna yfirlit verkfæra sem voru til skoðunar á námskeiðinu Spuni 2011.
YfirlitSpuni2011 (PDF)
Gott getur verið að prenta skjalið út og hafa við höndina.
Öll dreifing er velkomin.
Í þessu skjali er að finna yfirlit verkfæra sem voru til skoðunar á námskeiðinu Spuni 2011.
YfirlitSpuni2011 (PDF)
Gott getur verið að prenta skjalið út og hafa við höndina.
Öll dreifing er velkomin.
Komið þið sæl.
Nú er kominn tími til að kanna áhuga á einhvers konar framhaldi af Spuna-námskeiðinu.
Þar væri líka gaman að heyra hvort eitthvað af verkfærum og hugmyndum af Spuna hafi skila sér inn í verkefni vetrarins. Ég hef fengið nokkra pósta núna í haust (t.d. út af íslenska Ipadio-númerinu sem hætti að virka, wiki-síðum og bloggkerfum) og það væri fróðlegt að heyra í fleirum 🙂
Kveðja, Þorbjörg
E.s. Set á næstunni saman könnun (með GoogleDocs) þar sem við veltum fyrir okkur mögulegum vettvangi og viðfangsefnum. Aðeins byrjuð á undirbúningi í athugasemdakerfinu.
.
Samkvæmt dagatalinu á 4. lotu á námskeiðinu að vera lokið á námskeiðinu. Við tökum þó tillit til þess að páskafríið kom inn á námskeiðstímanum og bætum nokkrum dögum við.
Sunnudagurinn 8. maí er því loka-skiladagur verkefna á námskeiðinu.
Við gerum ráð fyrir að nota vikuna 9.-13. maí til að fara yfir verkefnaskil í lotu 4, skilaverkefnin og senda út staðfestingu á þátttöku.
Nú er efni fjórðu og síðustu lotunnar komið á vefinn.
Það styttist í páska og vafalítið gefst nú svigrúm til að hugsa um alla þá fjölmörgu möguleika og verkfæri til tungumálanáms og -kennslu sem við höfum kannað saman á netinu. Við minnum á skilaverkefnið sem felst í því að prófa eitt af verkfærum námskeiðsins með nemendum og skila stuttri kennsluáætlun og mati. Ítrekum að þetta þarf ekki að vera viðamikið verkefni! |
Við erum nú að fara yfir verkefnavinnuna í lotu 2 og kvittum fyrir hana í lotubókinni. Margt áhugavert sem kemur fram 🙂
Símatími í lotu 3 er kl. 11-13 á miðvikudag. Hikið heldur ekki við að senda línu í tölvupósti út af verkefnavinnunni.
Í lotu 3 er lögð áhersla á verkfæri sem tengjast samskiptum á neti, wiki-kerfi, myndbönd, útsendingar og skjáupptökur.
Athugið að við snérum athugasemdunum/ummælunum aftur þannig að nýjast færslan kemur neðst í athugasemdakerfinu.
Eins prufum við nú að birta síðustu athugasemdir/ummæli þátttakenda í hægri dálki á læstu námsefnissíðunum.
Nú er efni lotu 2 komið á námskeiðsvefinn.
Um og upp úr helginn verðum við búnar að fara í gegnum dagbækur og skoða heildarþátttökuna.
Hikið ekki við að senda okkur línu eða skrifa inn á námskeiðsvefinn.
Góða helgi og gangi ykkur vel.
Í þessari kynningu er fjallað um hvernig notandi hleður upp eigin mynd á Tungumálatorgið.
Það er ánægjulegt að sjá fyrstu athugasemdir, verkefni og dagbókarskrif þátttakenda birtast á netinu 🙂
Við settum í tilraunaskyni upp hóp fyrir námskeiðið þar sem hægt er að sjá flesta af þeim tæplega 50 þátttakendum sem skráðir eru á námskeiðið. Þar er einnig vettvangur fyrir umræðu um verkefnin og hvað annað sem kemur upp í hugann.
Hikið ekki við að nota umræðuþræðina eða tölvupóstinn og næsta fimmtudag verður símatími kl. 11-13.
Kveðja, Þorbjörg og Kristín María
Þá er fyrsta lota Spunanámskeiðsins formlega hafin. Halda áfram að lesa
Á námskeiðinu Spuni 2011 – Netverkfæri til náms og kennslu verður athyglinni beint að verkfærum á neti sem tengjast samskiptum, skapandi verkefnavinnu, hljóð- og myndvinnslu, miðlun efnis, höfundarétti o.fl.
Námskeiðið hefst föstudaginn 4. mars og stendur skráning til 11. mars eða meðan fjöldi leyfir.