Verkfæri

Eftirfarandi listi sýnir verkfæri/viðfangsefni námskeiðsins


1. lota hefst föstudaginn 4. mars

hvitt Forkönnunin
Svörin þín hafa áhrif á hvernig námskeiðið þróast.
ipadio A. Hljóðupptökur

Ipadio: Símtal úr fastlínu- eða GSM-síma í ipadio-númer vistast sem hljóðskrá á neti.

bookr B. Flettibækur

Bookr og Flickr toys: Með Bookr er einfalt að skrifa texta, velja Flickr myndir og setja saman flettibók.

mindmeister C. Hugarkort

Mindmeister: Hugarkort eru m.a. kjörin til að byggja upp orðaforða, safna hugmyndum og móta verkefni.

creative commons D. Hugverkaréttur

Creative Commons leyfi: CC merkingar tryggja lögmæta notkun og dreifingu efnis á netinu

hvitt Lotubókin

Lotubókin er skjal í Google Docs sem gagnlegt er að fylla út á meðan námskeiðinu stendur.


2. lota hefst föstudaginn 18. mars

mailVu A. Tölvupóstur sem sést
MailVu.com er verkfæri á neti sem tekur upp vídeópóst.
diigo B. Gagna- og tenglasöfn
Ein leið til að finna aftur efni á neti er að Gúggla það, en notkun á Delicious, Diigo o.fl. er önnur leið að sama marki.
glogster C. Veggspjöld með Glogster
Með Glogster er skemmtilegt að útbúa veggspjöld á neti, Pixton er myndasöguverkfæri og Sumopaint er öflugt myndvinnsluforrit á vef.
linoit D. Korktöflur
Wallwisher, LinoIT og Stixy eru allt vefforrit fyrir korktöflunotkun.
hvitt Lotubókin

Lotubókin er skjal í Google Docs sem gagnlegt er að fylla út á meðan námskeiðinu stendur.


3. lota hefst föstudaginn 1. apríl

skype A. Netfundir
Skype og WizIQ eru forrit til samskipta á neti.
wikispaces B. Wiki-kerfi
Wiki styður við samvinnu um efnis- og upplýsingamiðlun
youtube C. Myndbönd og útsendingar
Youtube, Vimeo og Ustream eru vefþjónustur til að skoða, setja inn og deila myndböndum.
jing D. Skjáupptökur
Screenr, Jing og Camtasia eru allt forrit til að taka upp skjáskot og skjámyndir
hvitt Lotubókin

Lotubókin er skjal í Google Docs sem gagnlegt er að fylla út á meðan námskeiðinu stendur.


4. lota hefst föstudaginn 15. apríl

skype A. Samskipti og miðlun með hljóði
Voki, Voxopop og Voicethread eru forrit sem henta þegar áherslan er lögð á hlustun og tjáningu.
wikispaces B. Tengslanet
Umfjöllun um tengslanet í skólastarfi
youtube C. Hljóðvinnsla og hlaðvarp
Möguleikar til að vinna hljóð og miðla á neti eru margir og spennandi
ipadio D. Quia
Verkfæri til að búa til gagnvirk verkefni, leiki og halda utan um vinnu nemenda.
hvitt Lotubókin

Lotubókin er skjal í Google Docs sem gagnlegt er að fylla út á meðan námskeiðinu stendur.


hvitt Skilaverkefnið

Á námskeiðstímanum eiga þátttakendur að prófa eitt af verkfærum námskeiðsins með eigin nemendum og skila stuttri kennsluáætlun og mati.

mynd Lokakönnun

Að námskeiði loknu var lögð fyrir einföld könnun með Google Docs.