Spuni 2011 er netnámskeið á Tungumálatorginu fyrir áhugasama tungumálakennara.
Á námskeiðinu verður athyglinni beint að verkfærum á neti sem hafa hagnýtt gildi fyrir nám og kennslu tungumála.
Viðfangsefni námskeiðsins tengjast samskiptum, skapandi verkefnavinnu, hljóð- og myndvinnslu, miðlun efnis, höfundarétti o.fl.
Tími
4. mars – 28. apríl 2011
Markhópur
Tungumálakennarar
Umsjón
Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri Tungumálatorgsins
Kristín María Hreinsdóttir, kennaranemi
Námsumhverfi
Náms- og kennsluefni verður miðlað á vef námskeiðsins á Tungumálatorgi
Samskipti þátttakenda fara fram á vefnum og í tölvupósti. Hver þátttakandi skráir jafnframt eigin ástundun í nokkurs konar dagbók/lotubók.
Námsgögn
Skjákynningar á námskeiðsvef, hugbúnaður/verkfæri á neti sem þátttakendur prófa, umræður hópsins og gagnlegar vefsíður sem bent verður á.
Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er:
- Að kynna verkfæri á neti sem hafa hagnýtt gildi fyrir nám og kennslu tungumála.
- Að við val viðfangsefna verði mismunandi námsþættir (þ.e. hlustun, lestur, talað mál – samskipti/frásögn og ritun) hafðir til hliðsjónar.
- Að hver þátttakandi hafi gagn af námskeiðinu og geti nýtt verkfærin í eigin kennslu.
- Að á námskeiðinu skapist lifandi starfssamfélag þar sem þátttakendur deila skoðunum og reynslu.
- Að halda námskeiðið á neti til að auðvelda kennurum vítt og breitt um landið þátttöku og aðgengi að starfssamfélagi Tungumálatorgsins.
- Að námskeiðið verði hvati til frekari þróunar efnis, aðferða og samstarfs sem hefur gildi fyrir skólastarf.
Skipulag
Námskeiðið er byggt upp af 4 lotum sem hver stendur í 2 vikur.
- Lota 1: 4.-17. mars 2011
- Lota 2: 18.- 31. mars 2011
- Lota 3: 1.-14. apríl 2011
- Lota 4: 15.-28. apríl 2011
Boðið verður upp á vikulega símatíma sem og aðstoð í gegnum skjáskipti, tölvupóst og vefumræður.
Viðfangsefni
Í hverri lotu verða valin verkfæri kynnt til sögunnar er tengjast eftirfarandi flokkum.
A. Samskipti
B. Efnismiðlun
C. Skapandi vinna
D. Annað (s.s. námsefnisgerð, kannanir, gagnvirk próf, Creative Commons leyfi o.fl.)
Sjá lista yfir viðfangsefni sem fjallað verður um í hverri lotu.
Ástundun
Lögð er áhersla á að álag á þátttakendur verði ekki mikið. Verkefnavinnu innan hverrar lotu er því stillt í hóf og dreift á tveggja vikna tímabil.
Áhugi og tími til að fylgjast með kynningum, taka þátt í umræðunni, skrá eigin ástundun í dagbók/lotubók og prófa valið verkfæri með hópi nemenda á námskeiðstímanum er forsenda fyrir þátttöku á námskeiðinu.
Eftirfarandi yfirlit sýnir helstu þætti er snúa að þátttakendum.
- Svara stuttri könnun um eigin þekkingu, reynslu og búnað.
- Kynnast námsumhverfinu (þ.e. vef námskeiðs, umræðusvæði, póstlista og eigin dagbók/lotubók í Google Docs).
- Horfa á skjákynningar um viðfangsefnin sem eru til umfjöllunar í lotunni.
- Færa dagbók/lotubók um eigin ástundun og upplifanir (geta verið stuttar færslur þá daga sem þátttakendur eru virkir í námi sínu).
- Taka þátt í umræðu um hagnýtt gildi verkfæranna í skólastarfi (og setja að lágmarki tvær færslur inn í umræðuna).
- Horfa á skjákynningar.
- Færa dagbók/lotubók.
- Taka þátt í umræðu.
- Horfa á skjákynningar.
- Færa dagbók/lotubók.
- Taka þátt í umræðu.
- Horfa á skjákynningar.
- Færa dagbók/lotubók.
- Taka þátt í umræðu um hagnýtt gildi verkfæranna í skólastarfi.
- Prófa eitt af verkfærum námskeiðsins með eigin nemendum og skila stuttri kennsluáætlun og mati inn á sameiginlegt svæði notenda á torginu (má skila fyrr á námskeiðstímanum).
- Svara könnun um námskeiðið.
Búnaður
Nettengd tölva með hljóðkorti, hátölurum eða heyrnartólum og möguleika á hljóðupptöku.
Verð
0 kr.
Skráning
Námskeiðið hefst föstudaginn 4. mars og skráning verður opin meðan fjöldi leyfir.
Áhugasamir kennarar eru hvattir til að skrá sig sem fyrst og tryggja sér pláss á námskeiðinu.
Ekki er fyrirhugað að endurtaka námskeiðið.