Lotubókin

Athugið að dagbókin heitir núna lotubók (enda er hún hugsuð sem yfirlit fyrir hverja lotu en ekki daglegar færslur).


Í upphafi námskeiðs fær hver þátttakandi aðgang að ritvinnsluskjali í GoogleDocs sem hann og kennarar námskeiðsins hafa sameiginlegan aðgang að.

Tilgangur þessa skjals er að kynna hagnýta möguleika GoogleDocs til samvinnu og dagbókarskrifa í anda starfendarannsókna.   Jafnframt verður skjalið vettvangur fyrir rýni þátttakenda á eigin ástundun og upplifanir.

Færslurnar geta verið með ýmsum hætti, t.d. stuttar færslur þá daga sem þátttakendur eru virkir í námi sínu eða yfirlit yfir þátttöku í lok hverrar lotu.


Ef þú hefur ekki notað Google Docs áður þá byrjar þú á því að skrá þig inn í þjónustuna.