Framhald Spuna

Komið þið sæl.
Nú er kominn tími til að kanna áhuga á einhvers konar framhaldi af Spuna-námskeiðinu.

  • Eigum við að stefna á að halda Spuna 2/Spuna 2012 á Tungumálatorginu?
  • Eigum við að stofna hóp (t.d. á Facebook) þar sem vísað væri á gagnlegt efni og rætt um fjölbreytta kennsluhætti?
  • Eru aðrar leiðir vænlegar til framhalds?

Þar væri líka gaman að heyra hvort eitthvað af verkfærum og hugmyndum af Spuna hafi skila sér inn í verkefni vetrarins. Ég hef fengið nokkra pósta núna í haust (t.d. út af íslenska Ipadio-númerinu sem hætti að virka, wiki-síðum og bloggkerfum) og það væri fróðlegt að heyra í fleirum 🙂

Kveðja, Þorbjörg

E.s.  Set á næstunni saman könnun (með GoogleDocs) þar sem við veltum fyrir okkur mögulegum vettvangi og viðfangsefnum.  Aðeins byrjuð á undirbúningi í athugasemdakerfinu.

.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.