Um Spuna

Námskeiðið Spuni 2011 – Netverkfæri til náms og kennslu er styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla.

Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er:

  • Að kynna verkfæri á neti sem hafa hagnýtt gildi fyrir nám og kennslu tungumála.
  • Að við val viðfangsefna verði mismunandi námsþættir (þ.e. hlustun, lestur, talað mál – samskipti/frásögn og ritun) hafðir til hliðsjónar.
  • Að hver þátttakandi hafi gagn af námskeiðinu og geti nýtt verkfærin í eigin kennslu.
  • Að á námskeiðinu skapist lifandi starfssamfélag þar sem þátttakendur deila skoðunum og reynslu.
  • Að halda námskeiðið á neti til að auðvelda kennurum vítt og breitt um landið þátttöku og aðgengi að starfssamfélagi Tungumálatorgsins.
  • Að námskeiðið verði hvati til frekari þróunar efnis, aðferða og samstarfs sem hefur gildi fyrir skólastarf.

Myndanotkun
Mynd í haus á Spunavefnum er unnin upp úr myndasafni sem merkt er með BY NC leyfi frá icontexto.blogspot.com


Umsjón

Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri Tungumálatorgsins
Kristín María Hreinsdóttir, kennaranemi

Fyrirspurnum má beina til: tungumalatorg[hjá]gmail.com