Á námskeiðinu Spuni 2012 – Netverkfæri til náms og kennslu fylgjast þátttakendur með kynningum, taka þátt í umræðu um gagnsemi verkfæra, svara könnunum, ígrunda starf sitt og prófa valin verkfæri með eigin nemendum.
Námskeiðið hefst 8. október.
Vegna mikillar þátttöku hefur nú verið lokað fyrir skráningu.
Hér fyrir neðan er yfirlit verkfæra sem verða til skoðunar á námskeiðinu Spuni 2012.
1. lota hefst mánudaginn 8. október
|
A. Kynningar
Kynning námsumhvefis og þátttakenda, könnun á þekkingu, reynslu og búnaði |
|
B. Tengslanet
Facebook má nýta á margvíslegan hátt í skólastarfi. Rétt umgengni er lykilatriði |
|
D. Korktöflur
LinoIT, Wallwisher og Stixy eru allt vefforrit fyrir korktöflur á neti án límmiða og títuprjóna. |
|
C. Hugarkort
MindMeister og Spicynotes eru kjörin til að vinna með hugmyndir, orðaforða, námstæki og fleira. |
2. lota hefst mánudaginn 22. október
|
A. Símar og snjallsímar
Símar geta verið gagnleg kennslutæki og eru hljóð- og myndatökur dæmi um einfalda notkun þeirra |
|
B. Hljóðupptökur
Símtal úr fastlínu- eða GSM-síma í íslenskt símanúmer ipadio vistast sem hljóðskrá á neti |
|
C. Hljóðvinnsla og hlaðvarp
Audacity, Myna, Podomatic og Audioboo bjóða upp á marga og spennandi möguleika til hljóðvinnslu og hlaðvarps |
|
D. Samskipti og miðlun með hljóði
Voki, Voxopop og Voicethread eru forrit sem henta þegar áherslan er lögð á hlustun og tjáningu. |
3. lota hefst mánudaginn 5. nóvember
|
A. Wiki-kerfi
Wiki styður við samvinnu um efnis- og upplýsingamiðlun |
|
B. Verkefnasafnið
Trello hentar vel fyrir skipulag sameiginlegra verkefna og gefur yfirsýn yfir verkaskiptingu, dagatal o.fl. |
|
D. Gagnvirk verkefni
Quia er verkfæri til að búa til gagnvirk verkefni, leiki og halda utan um vinnu nemenda. |
|
D. Blogg
Blogg geta verið kjörinn vettvangur fyrir samvinnu einstaklinga, bekkja og skóla. |
4. lota hefst mánudaginn 19. nóvember
|
A. Myndbönd og útsendingar
Youtube og Vimeo eru vefþjónustur til að skoða, setja inn og deila myndböndum |
|
B. Skjáupptökur
Screenr, Jing og Camtasia eru allt forrit til að taka upp skjáskot og skjámyndir |
|
C. Veggspjöld með Glogster
Með Glogster er skemmtilegt að útbúa veggspjöld á neti með hljóði, texta, myndum og myndböndum |
|
D. Flettibækur
Með Bookr er einfalt að skrifa texta, velja Flickr myndir og setja saman myndaalbúm sem virðir höfundarrétt |
|
Skilaverkefnið
Á námskeiðstímanum eiga þátttakendur að prófa eitt af verkfærum námskeiðsins með eigin nemendum og skila stuttri kennsluáætlun og mati. |