Skilaverkefni

Á námskeiðstímanum eiga þátttakendur að prófa eitt af verkfærum námskeiðsins með eigin nemendum og skila stuttri kennsluáætlun og mati inn á sameiginlegt svæði þátttakenda.

Kennsluáætlunina má setja upp í eftirfarandi liðum.

  • Kennsluáætlun
    • Dagsetning
    • Lengd kennslustundar
    • Hópurinn
    • Markmið
    • Kennslugögn
    • Staða nemenda
    • Efni kennslustundar
    • Nálgun og rök fyrir vali á viðfangsefni
    • Hvað geri ég?
    • Hvað gera nemendur?
    • Hugsanleg vandamál og lausnir

  • Til ígrundunar eftir tíma
    • Hvað gekk vel?
    • Hvað kom mér á óvart?
    • Náði ég settum markmiðum?
    • Ef ég ætti að kenna sama efni aftur, hverju myndi ég breyta?

Þátttakendur hafa frjálsar hendur með útfærslu skila (texti, hljóð, skjáupptökur, upptökur af nemendum, ljósmyndasýning o.fl. kemur til greina).