Áætlun

Skipulag

Námskeiðið fer fram í fjarnámi og er byggt upp af 4 lotum sem hver stendur í 2 vikur.

 • Lota 1:  8. – 21. október 2012
 • Lota 2:  22. okt. – 4. nóv. 2012
 • Lota 3: 5. nóv. – 18. nóv. 2012
 • Lota 4: 19. nóv. – 2. des. 2012

* * *

Viðfangsefni

Á námskeiðinu verða valin verkfæri kynnt til sögunnar er tengjast eftirfarandi flokkum.

Lota 1:  Skapandi skipulag

Lota 2:  Hljóð og miðlun

Lota 3:  Samskipti og samvinna

Lota 4:  Myndir og myndvinnsla

Sjá lista yfir viðfangsefni sem fjallað verður um í hverri lotu.

* * *

Yfirlit af verkefnavinnu

Eftirfarandi yfirlit sýnir helstu þætti er snúa að þátttakendum:
Lota 1:  Skapandi skipulag

 • Svara stuttri könnun um eigin þekkingu, reynslu og búnað.
 • Kynnast námsumhverfinu (þ.e. vef námskeiðs, umræðusvæði, facebook hópur, póstlista. Horfa á skjákynningar um viðfangsefnin sem eru til umfjöllunar í lotunni.
 • Skrá ástundun og upplifanir í dagbókina (geta verið stuttar færslur þá daga sem þátttakendur eru virkir í námi sínu).
 • Taka þátt í umræðu um hagnýtt gildi verkfæranna í skólastarfi (og setja að lágmarki tvær færslur inn í umræðuna).

Lota 2:  Hljóð og miðlun

 • Horfa á skjákynningar.
 • Færa dagbók.
 • Taka þátt í umræðu.

Lota 3:  Samskipti og samvinna

 • Horfa á skjákynningar.
 • Færa dagbók.
 • Taka þátt í umræðu.

Lota 4:  Myndir og myndvinnsla

 • Horfa á skjákynningar.
 • Færa dagbók/lotubók.
 • Taka þátt í umræðu.
 • Prófa eitt af verkfærum námskeiðsins með eigin nemendum og skila stuttri kennsluáætlun og mati inn á sameiginlegt svæði notenda á torginu (má skila fyrr á námskeiðstímanum).
 • Svara könnun um námskeiðið.