Um Spuna

Spuni 2012 – Netverkfæri til náms og kennslu er netnámskeið á Tungumálatorginu fyrir áhugasama tungumálakennara.
Á námskeiðinu verður athyglinni beint að verkfærum á neti sem hafa hagnýtt gildi fyrir nám og kennslu tungumála.

Viðfangsefni námskeiðsins tengjast samskiptum, skapandi verkefnavinnu, hljóð- og myndvinnslu, miðlun efnis, höfundarétti o.fl.

Tími

8. október  – 2. desember 2012

Markhópur

Tungumálakennarar

Umsjón

Renata Emilsson Peskova, enskukennari í Hlíðaskóla

Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri Tungumálatorgsins

Fyrirspurnum má beina til:

renata.e.peskova[hjá]gmail.com

tungumalatorg[hjá]gmail.com

Námsumhverfi

Náms- og kennsluefni verður miðlað á vef námskeiðsins á Tungumálatorgi.
Fagumræða þátttakenda fer fram á vefnum á Tungumálatorgi, en önnur samskipti í lokuðum hópi á Facebook, sem og í tölvupósti. Hver þátttakandi skráir jafnframt eigin ástundun í dagbók – í formi bréfa (messages) á Facebook.

Námsgögn

Skjákynningar á námskeiðsvef, hugbúnaður/verkfæri á neti sem þátttakendur prófa, umræður hópsins og gagnlegar vefsíður sem bent verður á.

Markmið

Meginmarkmið námskeiðsins eru:

 • Að kynna verkfæri á neti sem hafa hagnýtt gildi fyrir nám og kennslu tungumála.
 • Að við val viðfangsefna verði mismunandi námsþættir (þ.e. hlustun, lestur, talað mál – samskipti/frásögn og ritun) hafðir til hliðsjónar.
 • Að hver þátttakandi hafi gagn af námskeiðinu og geti nýtt verkfærin í eigin kennslu.
 • Að á námskeiðinu skapist lifandi starfssamfélag þar sem þátttakendur deila skoðunum og reynslu.
 • Að halda námskeiðið á neti til að auðvelda kennurum vítt og breitt um landið þátttöku og aðgengi að starfssamfélagi Tungumálatorgsins.
 • Að námskeiðið verði hvati til frekari þróunar efnis, aðferða og samstarfs sem hefur gildi fyrir skólastarf.

Skipulag

Námskeiðið fer fram í fjarnámi og er byggt upp af 4 lotum sem hver stendur í 2 vikur.

 • Lota 1:  8. – 21. október 2012
 • Lota 2:  22. okt. – 4. nóv. 2012
 • Lota 3:  5. nóv. – 18. nóv. 2012
 • Lota 4:  19. nóv. – 2. des. 2012

Boðið verður upp aðstoð í gegnum skjáskipti, tölvupóst og vefumræður.

Allt námsefnið verður á netinu þannig að þátttakendur hafa mikið svigrúm til að sinna náminu í hverri lotu (þ.e. 2 vikur).

Þátttaka felst einkum í því að horfa á skjáupptökur/kynningar, taka þátt í umræðum og skrá ástundun í nokkurs konar dagbók. Einu skilaverkefni sem felst í því að prófa valið verkfæri með hópi nemenda á að skila fyrir lok námskeiðs.

Viðfangsefni

Á námskeiðinu verða valin verkfæri kynnt til sögunnar er tengjast eftirfarandi flokkum.

Lota 1:  Skipulag

Lota 2:  Hljóð

Lota 3:  Samskipti, sameiginleg verkefni

Lota 4:  Myndir og myndvinnsla

Sjá lista yfir viðfangsefni sem fjallað verður um í hverri lotu.

Ástundun

Lögð er áhersla á að álag á þátttakendur verði ekki mikið.  Verkefnavinnu innan hverrar lotu er því stillt í hóf og dreift á tveggja vikna tímabil.

Áhugi og tími til að fylgjast með kynningum, taka þátt í umræðunni, skrá ástundun í dagbók á fésbókinni og prófa valið verkfæri með hópi nemenda á námskeiðstímanum er forsenda fyrir þátttöku á námskeiðinu.

Búnaður

Nettengd tölva með hljóðkorti, hátölurum eða heyrnartólum og möguleika á hljóðupptöku.

Skráningargjald

Einungis verða innheimtar 4000 krónur í staðfestingar- og skráningargjald á námskeiðinu.

Þátttakendur sem staðfest hafa þátttöku sína með því að greiða 4.000 króna námskeiðsgjald fá aðgang að læstum námskeiðsvef og Facebook-hópi námskeiðsins.

Reikningsnúmer Háskóla Íslands: 0137-26-476
Kennitala: 600169-2039
Upphæð: 4.000
Skýring: Spuni 1470-147342 *
Tölvupóstur:
tungumalatorg@gmail.com *

* Sérlega mikilvægt er að skýring fylgi greiðslunni og að upplýsingar sendist á netfang Tungumálatorgsins.

Skráning

Námskeiðið hefst mánudaginn 8. október og skráning verður opin meðan fjöldi leyfir.
Áhugasamir kennarar eru hvattir til að skrá sig sem fyrst og tryggja sér pláss á námskeiðinu.


Myndefni

Höfundar myndbanda á námskeiðinu eru:

 • Gry Ek Gunnarsson
 • Kristín María Hreinsdóttir
 • Renata Peskova Emilsson
 • Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir

Hönnuðir útlits á spuna-námskeiðinu eru:

 • Helga Ágústsdóttir
 • Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir
MyndanotkunMynd í haus á Spunavefnum er unnin upp úr myndasafni sem merkt er með BY NC leyfi frá icontexto.blogspot.com

Námskeiðið Spuni 2012 – Netverkfæri til náms og kennslu er styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla.