Samskiptareglur – netiquette

Samskiptareglur á netinu, eða netiquette (network etiquette) eru hluti af tölvuhæfni okkar. Líkt og í raunverulegum heimi gilda í netheimi reglur um notkun og um hegðun.

Hér má lesa um grunnreglur um notkun samskiptasvæða á netinu:

Grunnreglur samskipta á netinu samantekt

Netiquette I

Netiquette II

Á Spuna 2012 lærum við líka ákveðnar samskiptareglur. Við leggjum okkur fram um að vera jákvæð í garð annarra þátttakenda og sýnum hugmyndum þeirra áhuga. Við „lækum“ – smellum á „like“ hnappa – á fésbókinni og við hrósum öðrum fyrir þeirra afrek og vinnu.

Sýnum umburðarlyndi og leiðréttum ekki mistök annara á sýnilegan hátt.  Ef við finnum fyrir þörf til að tjá okkur um augljós mistök annarra þátttakenda getum við gert það  með skilaboðum. Rökin eru þau sömu og í okkar venjulegum heimi utan netsins:
Gerum ekki það sem við viljum ekki að aðrir geri okkur.

Með jákvæðni og stuðningi myndast gefandi samfélag sem lærir saman.