Málþroskabæklingur

Okkar mál hefur látið gera bækling um málþroska í tengslum við aukna foreldrafræðslu og tilraunaverkefni sem gengur undir nafninu TOM, eða tilsjón-okkar mál. Hugmyndafræði TOM gengur út á valdeflingu foreldra og að fjölskyldur fái sérsniðna ráðgjöf tengda málþroska inn á heimili samhliða ráðgjöf og handleiðslu til leikskólakennara og starfsfólks á leikskóla barnsins. Verkefnið er enn á tilraunastigi og leitað er leiða til þess að fjármagna verkefnið að fullu. Bæklingurinn um málþroska er hins vegar tilbúinn og við mælum með því að blaðsíðan með ráðleggingum til foreldra um málþroska sé prentuð út og hengd upp á ískáp á sem flestum heimilum.

Hlekkur á bækling