Okkar mál – Samstarf um menningu, mál og læsi í Fellahverfi

Meginmarkmið verkefnis

  • að auka samstarf skóla í Fellahverfi og stofnana í Breiðholti með það að leiðarljósi að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu.
  • að auka samstarf milli leikskólans Aspar, leikskólans Holts, Fellaskóla og frístundaheimilisins Vinafells í Fellaskóla.
  • að efla samstarf skóla- og frístundastarfs við Þjónustumiðstöð Breiðholts með velferð barna og fjölskyldna að leiðarljósi.
  • að nýta þau tækifæri sem felast í samstarfi við stofnanir í nærsamfélaginu s.s. Menningarmiðstöðina Gerðuberg, Borgarbókasafn, heilsugæslu, íþróttafélög og önnur félagasamtök.
  • að efla foreldrasamstarf í leik- og grunnskóla.
  • að auka þekkingu kennara og starfsfólks á þeim þáttum sem hafa áhrif á máltöku og læsi allra barna með sérstakri áherslu á börn með annað móðurmál en íslensku.
  • að efla fagleg vinnubrögð og færni kennara í starfi með margbreytilegum barna- og foreldrahópi.
  • að þróa og innleiða fjölbreyttar kennsluaðferðir í hverjum skóla fyrir sig sem miða að því að jafna tækifæri barna til náms.
  • að afrakstri verkefnisins verði miðlað á fjölbreyttan hátt til annarra er gagn hafa af.