Gagnvirkt efni

Smellið á myndina. Þessi vefsíða er gagnvirkt efni fyrir nemendur, ítarefni til að þjálfa orðaforða sem unnið er með í verkefnaheftunum: Ég vil læra íslensku 1-20.

Gagnvirka efnið er sett upp í námskeið. Kennarar fá aðgangsorð sem umsjónarmenn og skrá sjálfir nemendur sína inn sem notendur í gagnvirka skólann. Stjörnur sem fást fyrir verkefnin sýna árangur nemenda. Þannig getur kennarinn fylgst með hvaða verkefni hver nemandi hefur unnið og hve duglegir þeir eru.