Nýtt námsefni á Kötluvefnum

Íslenska fyrir mig: http://tungumalatorg.is/katla/katla-ordafordi/islenska-fyrir-mig/ er nýtt námsefni á Kötluvefnum unnið út frá námsbókunum Ég vil læra íslensku:http://tungumalatorg.is/katla/katla-ordafordi/eg-vil-laera-islensku/

Annars vegar eru bækur 1-20 sem eru merktar með tveimur tölum t.d. 2.2 og hinsvegar bækur 1-20 merktar með þremur tölum t.d. 2.2.2.

Tveggja stafa bækurnar eru unnar fyrir yngri nemendur sem eru læsir

Þriggja stafa bækurnar eru unnar fyrir yngri ólæsa nemendur.

Báðar útgáfurnar henta að sjálfsögðu öllum nemendum ef kennurum sýnist svo.

 

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Nýtt námsefni á Kötluvefnum

Nýr Kötluvefur

Höfundar Námsgagnavefjarins Kötlu hafa frá upphafi haft að leiðarljósi að bjóða upp á námsefni sem stuðlar að því að auka orðaforða íslenskra grunnskólabarna sem hafa annað móðurmál en íslensku.

Námsefnið er að miklu leyti þannig uppbyggt að börnin geta unnið það sjálfstætt, inni í íslenskum bekkjum og heima, án aðstoðar.

Slökkt á athugasemdum við Nýr Kötluvefur