Mat á færni nemenda í stærðfræði og lestri á nokkrum tungumálum
Matstæki móðurmáls var þróað í Katalóníu og hefur nú verið að hluta til þýtt og staðfært til íslenskra nota. Markmiðið með efninu er að hjálpa kennurum að átta sig á stöðu nemenda sem flytja til landsins með annað móðurmál en íslensku, annars vegar í lestri á eigin móðurmáli og skilningi á latnesku stafrófi og hins vegar í stærðfræði.
Í efninu er:
-
- Leiðbeiningar um fyrirlögn á stærðfræðiprófi og mat
- Þýðing á stærðfræðiprófi á íslensku
- Leiðbeiningar um fyrirlögn mats á læsi og þekkingu móðurmáls
- Eftirfarandi gögn eru auk þess að finna meðal matsefnisins:
Tungumál | Lestur á móðurmáli A |
Staðfært (íslensk umskráning) |
Þekking á latnesku stafrófi B |
Stærðfræði Mat |
Arabíska | X | X | X | X |
Armenska | X | X | ||
Búlgarska | X | X | X | |
Enska | X | X | ||
Franska | X | X | ||
Hollenska | X | |||
Ítalska | X | |||
Kínverska | X | X | X | |
Litháíska | X | X | X | |
Portúgalska | X | X | X | |
Portúgalska (Brasilía) | X | X | X | |
Pólska | X* | X* | X | |
Rúmenska | X | X | ||
Rússneska | X | X | X | X |
Tagalog | X | X | ||
Urdu | X | X | X | |
Úkraínska | X | X | X | |
Wolof | X | X | ||
Þýska | X | X |
*Efninu á litháísku er skipt upp í efni fyrir 2.-4. Bekk annars vegar og 5-10 bekk hins vegar.*Efninu á pólsku er skipt upp í efni fyrir 1.- 2. bekk annars vegar og 3. bekk og eldri hins vegar. staðfært = íslensk umskráning.
Með öðrum prófum en þeim sem eru staðfærð fylgir sú hljóðritun sem gerð var með katalánska námsefninu.
Í óstaðfærðu skjölunum fyrir nemendur er texti á þeirra tungumáli og einföld þýðing á honum á íslensku. Hljóðritunin sem er skráð í skjalinu er spænsk og nýtist því líklega ekki íslenskum kennurum. Engu að síður geta kennararnir, með aðstoða túlks, gengið úr skugga um að nemandinn sé læs á móðurmáli sínu með því að biðja hann um að lesa textann. Einnig er hægt að athuga hvort nemandinn þekki latneska stafrófið.
- Hér má finna íslenska þýðingu á fyrirmælunum sem notuð eru þegar þekking nemenda á latneska stafrófinu er könnuð
Fyrirmæli tengd könnun á þekkingu nemenda á latneska stafrófinu
Þegar matið er lagt fyrir nemandann skal kennarinn leggja sig fram við að draga úr kvíða og spennu hjá nemandanum með því að skapa honum gott andrúmsloft til að vinna í. Með aðstoð túlks mætti upplýsa nemandann og foreldra hans um að matið sé óformlegt og því sé aðeins ætlað að gefa vísbendingu um hvar nemandinn er staddur í stærðfræði, hvort hann sé læs á móðurmáli sínu og hvort hann þekki latneska stafrófið.
Þýðing og staðfæring á matstækinu voru fjármagnaðar af Comenius Regio SPICE verkefninu
(Nýtt 02.09.2012)