Dagskrá fyrir námskeið í Háteigsskóla 14. ágúst 2012 er nú komin inn á vefinn.
-
.
Nám, kennsla og aðlögun nemenda með íslensku sem annað tungumál.
Efni
Dagskrá fyrir námskeið í Háteigsskóla 14. ágúst 2012 er nú komin inn á vefinn.
Matstæki móðurmáls er nýtt efni á þessum vef. Matstækið var þróað í Katalóníu og hefur nú verið að hluta til þýtt og staðfært til íslenskra nota.
Markmiðið með efninu er að hjálpa kennurum að átta sig á stöðu nemenda sem flytja til landsins með annað móðurmál en íslensku annars vegar í lestri á eigin móðurmáli og skilningi á latnesku stafrófi og hins vegar í stærðfræði.
Það má með sanni segja að starfsdagur kennsluráðgjafa sem haldinn var 20. febrúar sl. hafi heppnast vel. Þátttakan var mjög góð því u.þ.b. 45 kennsluráðgjafar, kennarar, skólastjórnendur og annað fagfólk alls staðar að af landinu mættu á staðinn og unnu rösklega allan daginn eins og sjá má á þessum myndum.
[dmalbum width=“400″ height=“300″ path=“/wp-content/blogs.dir/59/uploads/dm-albums/MyndirSK/“/]
Úrræði sem þátttakendur á starfsdeginum unnu vegna nemenda hafa verið sett á vefinn. Vonandi nýtast þau kennurum á vettvangi skóla sem kenna nemendum sem eiga eitthvað sameiginlegt með þeim sem hér er lýst.
Einnig eru glærur fyrirlesara nú aðgengilegar á vefnum.
Kærar þakkir fyrir síðast!
Nú er kominn vísir að verkfærakistu hér á vefnum.
Munið líka rafræna matið og að senda afraksturinn á tobba@hi.is.
Kennsluráðgjöfum á landinu öllu er boðið á starfsdag sem haldinn verður
mánudaginn 20. febrúar 2012 í Borgartúni 12-14 í Reykjavík.
Fjallað verður um nám og kennslu og aðlögun nemenda
með íslensku sem annað tungumál.
Þeir sem kenna þennan dag munu kappkosta að gera þátttakendur að sérfræðingum í málefnum nemenda með íslensku sem annað tungumál.
Sveitarfélög sem eru ekki með kennsluráðgjafa á sínum snærum, geta hvatt kennara eða aðra sem sinna þessum nemendahópi til að taka þátt.
Kennslan er þátttakendum að kostnaðarlausu og verður unnið allan daginn með matar- og kaffihléum.
Afurðir vinnunnar og verkefni verða vistuð á Tungumálatorginu og vonandi geta þátttakendur í framhaldi haft þar samskipti og jafnvel leitað ráða hjá hvor öðrum.
Halda áfram að lesa