Velkomin – úrræði fyrir móttöku og samskipti er samskiptatæki til að auðvelda skólum móttöku, aðlögun og samskipti við nemendur með annað móðurmál en íslensku og foreldra þeirra.
Efnið skiptist upp í 13 flokka sem eru: Skrifstofa, Samtal kennara og foreldra, Fyrsti dagurinn – velkomin, Fyrstu dagarnir – rýmið, Stundatafla, Skoðunarferð, Samskipti kennara og nemenda, Hrós, Betri vinnubrögð, Hegðun, Nesti – hádegismatur, Líðan og Samskipti nemenda.
Við þróun verkefnisins kom í ljós að efnið hentar einnig vel til íslenskunáms og kennslu og styður markvisst við félagsleg tengsl nýju nemendanna við samnemendur sína. Jafnframt gerir það móðurmál nemenda sem tala ýmis móðurmál sýnilegra í skólunum.
Fyrirmynd að verkefninu er byggð á Little Learners vef Brians Huxley og hefur rík áhersla verið lögð á að gera efnið aðgengilegt í margvíslegum snjalltækjum.
Aukaafurð af verkefninu eru 12 gátlistar sem unnir voru upp úr könnunin á upplifun fagfólks á stöðu nemenda með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum á Íslandi árið 2009. Gátlistana má nota til að meta hvernig skólinn stendur sig í skipulagningu á móttöku, námi og kennslu nemenda sem læra íslensku sem annað tungumál og einnig aðlögun þeirra og hinna sem fyrir eru að breyttu skólasamfélagi.
Leiðir til að kenna, læra og nota tungumál.
- Við kunnum að kenna íslensku
- We knwo how to teach our language
- Ég kann leiðir til að læra að tala íslensku
- I know strategies that help me to learn to speak your language
- Leiðarljós um túlkaþjónustu
- Guidelines for work as an interpreter
Á vef Móðurmáls – samtaka um tvítyngi má nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar.
Velkomin verkefnið var unnið fyrir styrk frá Sprotasjóði til Austurbæjarskóla. Útfærslu og þróun verkefnis önnuðust Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Þorbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri Tungumálatorgsins og Elsa Dóróthea Daníelsdóttir, grafískur hönnuður og menntunarfræðingur.
Athugasemdir og ábendingar berist til Tungumálatorgsins