Viltu læra íslensku eru tuttugu og einn leikinn sjónvarpsþáttur sem tekinn er upp á heimilum, opinberum stöðum og í kennslustofu.
Hver þáttur er um 20 mínútur að lengd. Í fyrri hluta hvers þáttar er fylgst með fólki við leik og störf og í seinni hluta þáttar fer fram íslenskukennsla í kennslustofu. Lögð er áhersla á mælt mál.
Á síðu hvers þáttar er birt yfirlit yfir innihald þáttarins á ensku, íslensku, pólsku, spænsku og þýsku. Þættirnir er auk þess textaðir með íslenskum texta sem hægt er að nálgast á vefnum.
- Texti 1-21 þáttar (PDF – 1,35 MB)
Þættirnir voru upphaflega sýndir í sjónvarpi árið 2003. Framleiðandi þeirra er Jón Hermannsson hjá Tefra films og eru þættirnir byggðir á hugmynd Mike Handley.
Árið 2008 fékk mennta- og menningarmálaráðuneytið réttinn til að dreifa efninu og birta það á neti. Þættirnir hafa verið nýttir í kennslu um allt land í nokkur ár og birtir á neti í lok ársins 2010.
Þættirnir eru varðir af höfundarréttarlögum. Skoða, fjalla um og vísa má á þættina en öll afritun að hluta eða í heild er með öllu óheimili.
Ljósmyndir í haus eru eftir judepics og Neil D’Cruze fengnar af flickr commons.
Elke Noeske sem sendi Tungumálatorginu þýska þýðingu er þakkað fyrir framlag sitt.
Þýðingar texta yfir á fleiri tungumál eru vel þegnar og hagnýtar upplýsingar tengdar þessum vef má senda til: tungumalatorg@gmail.com