IT og medier

Hvernig símar eru notaðir?

  • Það þarf að vera hægt að taka upp myndbönd og myndir á símana og eins þarf að vera bluetooth tengibúnaður, þannig að krakkarnir geti sent okkur verkefnin.

Hver á símana?”

  • Við erum búin að kortleggja farsímaeign krakkanna, þ.e. hverjir eiga síma sem hægt er að nota í verkefnin, og það kemur í ljós að langflestir símar eru með þessum búnaði.

Eru símanir notaðir eingöngu sem upptökutæki eða eru gögn send með þeim?”

  • Gögnin eru send úr símunum, með bluetooth.

Er ókeypis SMS sendingar notaðar (t.d.ja.is/sms)?

  • Ókeypis sms sendingar eru notaðar eingöngu – ja.is og nova.is

Eru MMS send?

  • Við sendum ekki mms.

Her borgar ef um símtöl er að ræða?

  • Einu símtölin sem um ræðir eru símtöl við hringjum í krakkana. Þá hringjum við bara úr síma í skólastofunni, þannig að sá kostnaður lendir á skólanum.

Hvernig er haldið utan um video-fælana?

  • Video-fælarnir eru geymdir í möppu í tölvu.
  • Þeir eru fluttir yfir með bluetooth. Sem kostar ekkert. Til að flýta fyrir þegar krakkarnir koma inn með verkefnin tökum við á móti verkefnum í okkar síma líka. Þannig að það er hægt að skila á þrjá mismunandi vegu í einu. Semsagt til mín, til Siggu og beint í tölvu. Það sem fer inn á símana okkar flytjum við síðan sjálf inn á tölvuna þegar tími gefst til.

Fá nemendur verkefnin fyrirfram eða jafnóðum í ratleik?

  • Nemendur eru með möppu með verkefnum sem þeir geta byrjað á því að leysa – þannig að þeir fá verkefni bæði fyrirfram og jafnóðum. Sms skilaboðin og símtölin fá þau jafnóðum, en í möppunni eru líka allskonar verkefni sem þau leysa á milli sms-a. Þetta er gert til þess að þau þurfi aldrei að sitja aðgerðarlaus.

Hefur kennari stjórnstöð í ratleik, stjörnuhlaupi?”

  • Það er misjafnt hvort við höfum stjórnstöð.
  • Ef við erum með ratleik þá er annað okkar alltaf inni í stofu, að senda sms – bróðurpart tímans.
  • Hitt gengur oft um og fylgist með vinnunni.
  • Ef þau fara út út húsi, sem þau gera oft þá fá þau yfirleitt símtöl með leiðbeiningum – þá eiga þau t.d. að finna eitthvað sem við erum búin að fela í næsta nágrenni við skólann.
  • Þegar svoleiðis er þá er annar kennarinn upptekinn við símtöl, en hinn við sms.
  • Við höfum farið með þeim út í atviksorðahlaup og forsetningagöngu, þannig að þá höfum við ekki beint stjórnstöð – en erum einhversstaðar innan seilingar.
[next]