“Lifandi tungumál” í Ingunnarskóla

Fyrir utan að halda Menningarmót árlega hefur Ingunnarskóli tekið upp það sem kallast Lifandi tungumál í kennslu og var sett upp tungumálatorg á bókasafni skólans í tilefni af Alþjóðadegi móðurmálsins 21. febrúar sl. Nemendur fengu tækifæri til að kynnast tungumálum annarra barna í skólanum eða að kenna öðrum tungumálið sitt. Tungumálin voru: Rússneska, pólska, sænska, danska, tælenska, þýska, enska, indónesíska, portúgalska, víetnamska, spænska og japanska.Þeir nemendur sem hafa tungumálin sem móðurmál eða tengsl við þau gegnum fjölskyldu sína kenndu öðrum nemendum nokkur orð og setningar, sýndu bækur, ljósmyndir, spiluðu tónlist og annað sem var spennandi að kynna.

Fleiri myndir er að finna í myndasafni skólans og hér má lesa frétt um uppákomuna.

Ingunnarskóli gerðist formlegur Menningarmótsskóli á Alþjóðadegi menningarlegrar fjölbreytni í fyrra og hefur innleitt verkefnið í 5. bekk og 9. bekk. Einnig heldur starfsfólk skólans Menningarmót fimmta hvert ár og stefnt er að því að foreldrar nemenda í öðrum bekk haldi Menningarmót til að styrkja tengsl þeirra í árganginum.

20160223_095359 (Large)

 

 

 

 

 

 

 

 

 
6 tungumál þýska litil og stór