Níu Menningarmótsskólar í Reykjavík

Fellaskóli og Ölduselsskóli hafa nú slegist í hóp Menningarmótsskóla. Báðir skólarnir hafa haldið fjölmörg Menningarmót síðan verkefnið var innleitt á Íslandi 2008. Fellaskóli er með Menningarmót í 2., 5. og 8. bekk og Ölduselsskóli í 3. bekk. Hægt er að lesa fréttir um Menningarmót á heimasíðum skólanna. Hér er dæmi um menningarmótsferli í 2. bekk í Fellaskóla. Allir skólar geta tekið þátt í að þróa verkefnið og orðið
formlegir Menningarmótsskólar. Heimasíðan www.menningarmot.is er samráðsvettvangur þar sem hugmyndir og nýjar leiðir, sem verða til í skólunum, birtast. Þannig verður bæði verkefnið og vefurinn lifandi „miðstöð“ Menningarmóta. Við bjóðum skólana velkomna í hópinn.

Aðrir menningarmótsskólar eru: Leikskólinn Rofaborg, Leikskólinn Hólaborg, Leikskólinn Árborg, Leikskólinn Laugasól, Ingunnarskóli, Háteigsskóli og Landakotsskóli.

Verkefnið Menningarmótsskólar og vefurinn www.menningarmot.is byggir á samstarfi  Borgarbókasafns og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og samræmist stefnu borgarinnar um fjölmenningarlegt skólastarf.

Áhugasamir hafi samband við verkefnastjóra fjölmenningar hjá Borgarbókasafninu:

kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is