Umsögn Tækniskólinn

Kristín R. Vilhjálmsdóttir kom með Tungumálatorgið í Tækniskólann vorið 2022. Undirbúningur var til fyrirmyndar og vorum við mjög spennt að byrja. Verkefnið var sett í námsáætlun nemenda á Íslenskubraut og á K2 sem er nám sem Íslendingar stunda. Þessum tveimur hópum blönduðum við saman. Nemendur voru áhugasamir frá byrjun og unnu vel saman. Sumir nemendur unnu langt fram á kvöld og vildu ekki hætta, svo skemmtileg þótti þeim vinnan. Þetta sýnir vel hve Kristín og verkefnin hennar höfðuðu vel til nemenda af ólíkum uppruna. Þau kynntu verkefni sín fyrir kennurum og nemendum og voru flestir fúsir að segja frá lífi sínu. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með þeim tengjast hvert öðru og tjá sig í gegnum verkefnin. Við erum tilbúin í þessa vinnu aftur.

Jóna Dís Bragadóttir
Skólastjóri / Head of School of General Academics Studies
Tæknimenntaskólinn

Frétt úr Tækniskólanum.