Þetta ritgerðarform sem er mikið notað í hinum enskumælandi heimi er ágætis leið til að koma hugsunum á skipulagt form og koma efni frá sér. Raunar er það svo að hér er líka form sem hentar ágætlega til uppbyggingar á munnlegum kynningum sem við notum líka. Hæfniviðmið í Versló:
- skrifa margs konar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig, til dæmis að skrifa vel uppbyggða ritgerð
Hér er nákvæm útlistun á ritun efnisgreina sem nýta má sem undirstöðu fyrir ritgerðaskrif, og önnur skrif. Vísar í sömu hæfniviðmið og að ofan. Í sambandi við þetta skjal, og líka ritgerðarformið þá er hægt að eiga langar og lærðar deilur um hversu langt maður vill ganga varðandi formbindingu á ritun. Fyrir minn smekk er þetta skjal of langt inni á formlegheitarófinu.
Hér fylgja einnig hugmyndir að matsblöðum fyrir ritgerð – með meiri og minni smáatriðum