Oral Activity

Fyrsta verkefni: ræðan

Þetta verkefni byggir á því að semja og flytja sína eigin ræðu.  Þetta verkefni fellur vel að hæfniviðmiðum fyrir 3. stig grunnskóla í erlendum tungumálum. Í Versló vísar þetta verkefni beint í þetta hæfniviðmið:

  • geta flutt vel uppbyggða ræðu, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt með dæmum og brugðist við fyrirspurnum.

Varðandi grunnþættina þá eflir þetta nemendur til lýðræðislegrar þátttöku og getur líka falið í sér mikla sköpun.