Hringborðsumræður

Búnar eru til 15 spurningar eða efni til að ræða um. Bekknum er skipt í tvennt. Annar helmingurinn fer í t.d. fundarherbergið til umræðna, hinn helmingurinn vinnur að öðru á meðan.

Umræðan fer þannig fram að hver og einn talar um sitt efni í fyrstu umferð (gjarna í röð). Svo ber hverjum og einum að bregðast við einhverju sem einhver annar hefur sagt. Hægt er að setja nákvæmari reglur um það.

Kennari hefur matsblað í hendi (skjal sett i möppu) og metur hvern og einn. Ákveðið mörg stig fyrir fyrsta innlegg, ákveðið mörg fyrir viðbrögðin o.s.frv.

Hér þarf helst að hafa 80 mínútur, eða gera þetta í tveimur stökum tímum.