Kennsluráðgjöfum á landinu öllu er boðið á starfsdag sem haldinn verður
mánudaginn 20. febrúar 2012 í Borgartúni 12-14 í Reykjavík.
Fjallað verður um nám og kennslu og aðlögun nemenda
með íslensku sem annað tungumál.
Þeir sem kenna þennan dag munu kappkosta að gera þátttakendur að sérfræðingum í málefnum nemenda með íslensku sem annað tungumál.
Sveitarfélög sem eru ekki með kennsluráðgjafa á sínum snærum, geta hvatt kennara eða aðra sem sinna þessum nemendahópi til að taka þátt.
Kennslan er þátttakendum að kostnaðarlausu og verður unnið allan daginn með matar- og kaffihléum.
Afurðir vinnunnar og verkefni verða vistuð á Tungumálatorginu og vonandi geta þátttakendur í framhaldi haft þar samskipti og jafnvel leitað ráða hjá hvor öðrum.
Skráðum þátttakendum verður send dagskrá í lok janúar eða byrjun febrúar.
Áhugasamir eru beðnir um að taka daginn frá og
skrá sig hjá undirritaðri með tölvupósti.