Það má með sanni segja að starfsdagur kennsluráðgjafa sem haldinn var 20. febrúar sl. hafi heppnast vel. Þátttakan var mjög góð því u.þ.b. 45 kennsluráðgjafar, kennarar, skólastjórnendur og annað fagfólk alls staðar að af landinu mættu á staðinn og unnu rösklega allan daginn eins og sjá má á þessum myndum.
[dmalbum width=“400″ height=“300″ path=“/wp-content/blogs.dir/59/uploads/dm-albums/MyndirSK/“/]
Úrræði sem þátttakendur á starfsdeginum unnu vegna nemenda hafa verið sett á vefinn. Vonandi nýtast þau kennurum á vettvangi skóla sem kenna nemendum sem eiga eitthvað sameiginlegt með þeim sem hér er lýst.
Einnig eru glærur fyrirlesara nú aðgengilegar á vefnum.