Ingunnarskóli er formlegur Menningarmótsskóli

Ingunnarskóli er formlegur Menningarmótsskóli

Ingunnarskóli hefur sett Menningarmót  á dagskrá í febrúar ár hvert í 5. og 9. bekk. Skólinn hélt Menningarmót fyrir starfsmenn árið 2013 og árið 2014 voru haldin Menningarmót í öllum bekkjum skólans. Héðan í frá munu umsjónarkennarar sjá um kynningu og undirbúning og geta þeir leitað til lykilstarfsmanns í skólanum,  sem heldur utan um verkefnið. Haustið 2015 verður svo haldið Menningarmót foreldra barna í öðrum bekk í fyrsta sinn og er markmiðið með því að efla og styrkja tengsl foreldra yngri barna.

Hér má sjá frétt um mót sem var haldið í 9. bekk í febrúar sl.

Í kynningarmyndbandinu segir skólastjóri Guðlaug Erla Gunnarsdóttir meðal annars frá upplifun sinni af verkefninu.