Uppbyggjandi endurgjöf
Mikilvægt er að öll endurgjöf endurspegli virðingu fyrir verki nemandans. Verk sem nemendur vinna geta tekið talsverðan tíma og mörg verkefni þarf að umrita og betrumbæta áður en þau verða birtingarhæf. Eftirfarandi verklag ferilritunar hefur reynst vel og hvetur nemendur til að gera betur.
Skref I |
Innihald |
- Spyrja spurninga um innihald efnisins sem skilað er.
- Biðja um skýringu ef eitthvað er óljóst.
- Spyrja nánari frétta ef texti fjallar um persónulega hluti.
- Segja frá eigin skoðunum og/eða reynslu því tengdu.
|
Skref II |
Orðaforði |
- Ræða málfar og orðfæri í tengslum við málsnið og stíl.
- Ræða hvort hugtakanotkun sé rétt miðað við efni og tilgang úrlausnar.
- Fá nemendur til að færa í leiðarbók ný orð sem þeir hafa notað eða vilja tileinka sér.
|
Skref III |
Skipulag og flæði |
- Þegar búið er að ræða innihaldið er komið að því að ræða skipulag og flæði textans/kynningarinnar.
|
Skref IV |
Uppsetning |
- Síðan er farið yfir uppsetningu og ræða tengingar/klippingu milli kafla, greina eða atriða.
|
Skref V |
Lengd |
- Benda á forsögn með viðfangsefni og gátlista.
- Minna nemanda á að bera afurðina saman við gátlista.
- Kanna hvar verkið stendur miðað við fyrirhugaðan skilatíma.
|
Skref VI |
Málfræði og stafsetning |
- Síðast af öllu er komið að formsatriðum eins og málfræði og stafsetningu, ef þess er þörf, til að efnið verði birtingarhæft.
- Fjalla um málfræði og stafsetningu í málfræði- og stafsetningarverkefnum – láta þau annars eiga sig.
© Gry Ek Gunnarsson
|