Þátttakendur

Þekkingarsamfélögin Akranes og Mosfellsbær


Á Akranesi og í Mosfellsbæ hafa verið sett af stað vinnutengd þjálfunarferli (lotur) fyrir hóp kennara og annarra sem koma að námi og kennslu nemenda sem læra íslensku sem annað tungumál á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.

Þátttakendur fá þjálfun í leiðum (best practices) sem góðar þykja í námi og kennslu annars tungumáls og eru notaðar víða. Um er að ræða 6+1 Trait, PALS (Peer-Assisted Learning Strategies) og SIOP (The Sheltered Instruction Observation Protocol).

Þátttakendur fá einnig þjálfun í millimenningarfærni, stöðvavinnu og fjölbreyttum lestrarleiðum ásamt fræðslu um móttöku nemenda sem læra íslensku sem annað tungumál, hvernig vinna megi að gagnkvæmu aðlögunarferli allra nemenda, starfendarannsóknir kennara o.fl. Bandarískir og íslenskir sérfæðingar sjá um þjálfunina.