Símenntun

Símenntunartilboð
Verkfæri fyrir grunn- og framhaldsskólakennara sem kenna í skóla margbreytileikans:
SÍSL verkefnið stendur fyrir námskeiðum í vetur.

  • Um er að ræða PALS (e. Peer-Assisted Learning Strategies) lestrarnámskeið fyrir kennara sem kenna 2.-6.bekk. Námskeiðin eru í boði í janúar 2014, á vettvangi skólanna sem panta slíkt námskeið til sín.
  • Í nóvember verður boðið upp á PALS námskeið fyrir kennara sem kenna 1. bekk í skólum vítt og breitt um landið. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík og verður dagsetning og vettvangur þess auglýst síðar. Áhugasömum er bent á að hafa samband við verkefnastjóra með tölvupósti. Netfangið er hulda.karen.danielsdottir@reykjavik.is.
  • Einnig býður SÍSL upp á námskeið í 6+1 Vídd ritunar (e. 6+1 Traits of Writing) og Greinabundinni íslenskukennslu(e. Academic Vocabulary). Upplýsingar um dagsetningar, vettvang og kostnað verða auglýst síðar.


Upplýsingar um símenntunartilboðin má einnig nálgast í þessum bæklingi

Símenntunartilboð

Skólaskrifstofur sveitarfélaga, grunn- og framhaldsskólar, kennarafélög, fagfélög kennara og aðrir áhugasamir geta pantað til sín námskeið með því að hafa samband við Huldu Karen Daníelsdóttur hulda.karen.danielsdottir@reykjavik.is sem stýri SÍSL verkefninu.