Stýrihópar

Hugmyndin að SÍSL verkefninu er komin frá Huldu Karen Daníelsdóttur, kennsluráðgjafa hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar- og Hlíða, sem jafnframt stýrir verkefninu. Netfangið hennar er: hulda.karen.danielsdottir@reykjavik.is

Fyrsti fundur vegna verkefnisins var haldinn 1. apríl 2008 og er nú góður skriður á því. Stýrihópar hafa verið settir saman á Akranesi og í Mosfellsbæ. Þeirra hlutverk er að vinna náið með verkefnastjóra. Þátttakendur hafa verið valdir og munu sitja smiðjur í PALS og 6+1 Trait sem haldnar verða í lok september í haust. Nokkrir skólar hafa nú þegar fengið þjálfun í millimenningarfærni og fleiri bætast í þann hóp í haust.

Allir þátttakendur hafa fengið sendar upplýsingar svo þeir geti byrjað að undirbúa sig fyrir smiðjurnar.

Samningur hefur verið gerður við bandaríska sérfræðinga sem koma til landsins í lok september.