Þjálfun Akranesi

6+1 Trait þjálfun á Akranesi 28., 29., 30. september og 1. október.

SÍSL

Sérfræðingateymi í samfélagi sem lærir

á

Akranesi

Jan Littlebear þjálfar þátttakendur í 6+1 Trait ritun dagana 28., 29. og 30. september í Íþróttamiðstöðinni á Akranesi. Richard Littlebear þjálfar þátttakendur í TPR (Total Physical Response) í smiðju á Akranesi þann 1. október. Smiðja Richards er opin þátttakendum í SÍSL verkefninu og öðrum áhugasömum. Meðlimir í sérfræðingateymi ásamt nokkrum kennurum sjá um þjálfun í samlestri og notkun Risabóka.

Dagsetning

Tími

Hópar

Áherslur

28. sept.

09:00-12:00

Þátttakendur á öllum skólastigum.

Þjálfun í 6+1 Trait, kynning á hugmyndafræði o.fl. Reynt verður að hafa áhersluna að hluta til á verkefni fyrir yngri nemendur.

28. sept.

12:45-15:00

Þátttakendur eru á öllum skólastigum

Þjálfun í 6+1 Trait, kynning á hugmyndafræði o.fl. Reynt verður að hafa áhersluna að hluta til á verkefni fyrir yngri nemendur.

28. sept.

15:00-17:00

Öll skólastig

Þjálfun í samlestri og notkun Risabóka

29. sept.

08:30-12:00

Þátttakendur eru á öllum skólastigum nema leikskólastigi. Starfsfólk leikskóla sem vill taka þátt í smiðjunni alla dagana er velkomið og fær þá tækifæri til að kynna sér það sem fram fer á öðrum skólastigum og fá í leiðinni tækfæri til að tengjast betur þeim sem kenna á þeim stigum.

Þjálfun í 6+1 Trait, kynning á hugmyndafræði o.fl.

29. sept.

12:45-15:00/16:00

Þátttakendur eru á öllum skólastigum.

Þjálfun í 6+1 Trait, kynning á hugmyndafræði o.fl.

30. sept.

08:30-12:00

Þátttakendur eru á öllum skólastigum.

Þjálfun í 6+1 Trait, kynning á hugmyndafræði o.fl.

30. sept.

12:45-15:00/16:00

Þátttakendur eru á öllum skólastigum.

Þjálfun í 6+1 Trait, kynning á hugmyndafræði o.fl.

1. okt.

09:00-13:00

Allir sem hafa áhuga

TPR (Total Physical Response) í umsjá Richards Littlebear. Smiðjan verður haldin á Akranesi og fá þátttakendur þjálfun í TPR sem er leið til að kenna byrjendum og jafnvel lengra komnum á öllum aldri nýtt tungumál


Bréf frá Huldu Karen

Sæl og blessuð öll sömul,

Nú er 6+1Trait þjálfunin alveg að skella á.
Kíkið endilega á dagskrá smiðjunnar sem er í viðhengi.

Sendi einnig í viðhengi efni sem ég fékk sent frá Jan Littlebear
sem sér um þjálfunina. Efni þetta er ætlað áhugasömum sem vilja hefjast handa strax
og undirbúa sig dálítið til að geta betur tekið á móti því sem fram fer í smiðjunni. Ég sendi líka í viðhengi dagskrána
á ensku sem ég sendi Jan og skjalið objectives for WATC með upplýsingum frá Jan og meira að segja
mynd af henni.

Sendi líka þessar vefslóðir sem Jan sendi okkur:
http://www.thetraits.org/

http://www.writingfix.com/

Jan bað mig um að passa upp á að þið vissuð

að smiðjan snýr að nemendum frá K-12 ( frá leikskóla upp í framhaldsskóla)
þannig að við verðum að sýna þolinmæði þótt áherslurnar séu ekki alltaf
á okkar nemendahóp.  Hins vegar fáum við í staðinn góða yfirsýn
yfir möguleika 6+1 Trait á umræddum skólastigum.

að þið fáið áætlunarplan (planning charts)  sem mun auðvelda ykkur skipulag ritunarkennslu á næsta skólaári.

að 6+1 Trait er kennslumódel (model of instruction) en ekki námskrármódel (model of curriculum)

og að það taki sinn tíma að innleiða þetta kennslumódel í kennsluna okkar.

Hlakka til að sjá ykkur í smiðjunni.

Kær kveðja,

Hulda Karen Daníelsdóttir
Kennsluráðgjafi