Þjálfun í Mosfellsbæ

SÍSL

Sérfræðingateymi í samfélagi sem lærir

í

Mosfellsbæ

Kristen L MacMaster þjálfar þátttakendur í PALS (Peer Assisted Learning Strategies) dagana 21. og 22. september í færanlegri kennslustofu á Varmársvæðinu og 23. september í yngri deild (salnum) 2. hæð í Varmárskóla. Richard Littlebear þjálfar þátttakendur í smiðju á Akranesi þann 1. október. Smiðja Richards er opin þátttakendum í PALS verkefninu og öðrum áhugasömum í Mosfellsbæ. Meðlimir í sérfræðingateymi ásamt nokkrum kennurum sjá um þjálfun í samlestri og notkun Risabóka.

Dagsetning

Tími

Hópar

Áherslur

21. september

09:00-12:30

Leikskólar og 1. bekkur

Þjálfun í PALS og kynning á hugmyndafræði, rannsóknum, hvernig pörun fer fram o.fl.

21. september

13:15-15:00/16:00

Leikskólar og 1. bekkur

Innleiðing, samvinna og pælingar

Þátttakendur vinna saman úr hugmyndum að innleiðslu verkefnisins í skólastarfið, skiptast á skoðunum og skoða gögnin sem þeir hafa fengið í hendur. Einnig dýpka þeir skilning sinn á því sem þeir fengu þjálfun í um morgunin.

22. september

08:15-12:30

Kennarar nemenda í

2. – 6. bekk

Þjálfun í PALS og kynning á hugmyndafræði, rannsóknum, hvernig pörun fer fram o.fl.

22. september

13:15-16:00

Kennarar nemenda í

2. – 6. bekk

Innleiðing, samvinna og pælingar

Þátttakendur vinna saman úr hugmyndum að innleiðslu verkefnisins í skólastarfið, skiptast á skoðunum og skoða gögnin sem þeir hafa fengið í hendur. Einnig dýpka þeir skilning sinn á því sem þeir fengu þjálfun í um morgunin.

22. september

13:15-16:00

Kennarar eldri nemenda

Þjálfun í PALS og kynning á hugmyndafræði, rannsóknum, hvernig pörun fer fram o.fl.

23. september

09:00-12:30

Allir þátttakendur

Innleiðing, samvinna og pælingar.

Þátttakendur vinna saman úr hugmyndum að innleiðslu verkefnisins í skólastarfið, skiptast á skoðunum og skoða gögnin sem þeir hafa fengið í hendur. Einnig dýpka þeir skilning sinn á því sem þeir fengu þjálfun í um morgunin.

23. september

13:15-15:00

Allir þátttakendur

Risabækur og samlestur: Kynning á samlestrartækninni og risabókum.

1. október

09:00-13:00

Allir sem hafa áhuga

TPR (Total Physical Response) í umsjá Richards Littlebear. Smiðjan verður haldin á Akranesi og þar fá þátttakendur þjálfun í TPR sem er leið til að kenna byrjendum og jafnvel lengra komnum á öllum aldri nýtt tungumál.

Bréf frá Huldu Karen

Sæl og blessuð öll sömul,

Nú er PALS þjálfunin alveg að skella á.
Kíkið endilega á dagskrá smiðjunnar sem er í viðhengi.

Sendi einnig í viðhengi efni sem ég fékk sent frá Kristen L McMaster
sem sér um þjálfunina. Efni þetta er ætlað áhugasömum sem vilja hefjast handa strax
og undirbúa sig dálítið til að geta betur tekið á móti því sem fram fer í smiðjunni. Ég sendi líka í viðhengi dagskrána
á ensku sem ég sendi Kristen.

Kennarar eiga að koma með í smiðjuna námsbækur og yndislestrarbækur ætlaðar nemendum á því
skólastigi sem þeir kenna á.

Sendi einnig nokkrar slóðir sem Kristen sendi: http://kc.vanderbilt.edu/pals/
http://iris.peabody.vanderbilt.edu/

Kær kveðja og ég hlakka til að sjá ykkur á mánudaginn kemur.

Hulda Karen Daníelsdóttir
Kennsluráðgjafi