Í lok febrúar 2012 höfðu kennarar nítján grunnskóla setið námskeið í PALS (Peer-Assisted Learning Strategies) lestrarnálguninni. Skólarnir sem um ræðir eru Höfðaskóli á Skagaströnd, Húnavallaskóli, Myllubakka- og Holtaskóli í Reykjanesbæ, Áslands-, Öldutúns- og Setbergsskóli í Hafnarfirði, Austurbæjar-, Háteigs-, Norðlinga-, Ingunnar- og Dalskóli í Reykjavík, Grunnskóli Grindavíkur, grunnskólarnir í Gundarfirði, Stykkishólmi og Snæfellsbæ og Lágafells- og Varmárskóli í Mosfellsbæ auk kennara flestra leikskóla í Mosfellsbæ. Sjá myndir frá PALS námskeiðum
Skólar fá bráðlega sendar upplýsingar um PALS námskeið sem verða í boði á skólaárinu 2012-2013.
Á flestum námskeiðum hafa verið 25-32 þátttakendur. Sú krafa er gerð að ekki færri en 10 þátttakendur komi frá hverjum skóla. Hugmyndafræðin á bak við þá tölu er sú að talið er að meiri líkur verði á að PALS nái að hasla sér völl í skólum þar sem margir kennarar þekkja og nota aðferðina. Þeir búa þá við stuðning hver af öðrum. Með öðrum orðum í skólanum verður til eins konar samfélag sem lærir. Undantekningar eru gerðar á þessum skilyrðum í tilfellum smærri skóla.
Námskeiðin taka u.þ.b. þrjár og hálfa klukkustund. Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri heldur utan um og skipuleggur námskeiðin í samstarfi við skólana, en Ásdís Hallgrímsdóttir og Kristín Inga Guðmundsdóttir, grunnskólakennarar sjá um þjálfunina. Ásdís og Kristín Inga hafa notað PALS með sínum nemendum sl. þrjú ár. Allir þátttakendur fá afhenta handbók