Föstudaginn 14. ágúst 2015 kl. 08.30 verður haldið námskeið í PALS stærðfræði fyrir kennara sem kenna 2.-6. bekk. Forgang hafa kennarar sem setið hafa PALS lestrarnámskeið. Þátttökugjald er 11.800 á mann. Innifalið í því er kennsla, handbók, námskeiðsgögn (á íslensku og ensku) og kaffi. Ekki er ætlast til að þátttakendur yfirgefi námskeiðið fyrr en að því loknu og þeir þurfa að mæta með eigin skriffæri.
Kennslan á námskeiðinu fer að mestu leyti fram á ensku.
Kennarar eru Sarah Powell (frá kl.08.30-11.30) og Anna Kristín Arnarsdóttir og Svava Hjaltalín (frá kl.11.30-12.30).
Staður: Safnaðarheimili Háteigskirkju, Háteigsvegi 105 Reykjavík, sjá kort
Vinsamlegast skráið þátttöku hér:
|