SÍSL vinnustofur og námskeið
SÍSL – Sérfræðingateymi í samfélagi sem lærir og Kelduskóli bjóða upp á kynningu og leiða þátttakendur í gegnum skipulag Læsisfimmunnar (e. Daily 5) þann 12. ágúst kl. 09.00-14.00 í Korpuskóla. Sjá kort hér.
FIMMAN (DAILY 5):
- kennsluskipulag sem er þróað af systrunum Gail Boushey og Joan Moser og víða notað í Bandaríkjunum
- þjálfar alla þætti lesturs og er auðvelt að laga skipulagið að öðrum námsgreinum
- hentar vel í fjölbreyttum nemendahópum og er einfalt að sníða lestrarnámið að hverjum og einum
- árangursrík leið að bættum námsárangri og eykur sjálfstæði nemenda í vinnu
Kelduskóli hlaut hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur skólaárið 2018-2109 fyrir Læsisfimmuna.
Skráðu þig hér.
Nánari upplýsingar um dagskrá og gjald berast þátttakendum með tölvupósti.
SÍSL mun á næsta skólaári bjóða upp á nýtt og spennandi námskeið í 6+1 vídd ritunar fyrir yngsta stig grunnskólans, námskeið í K-PALS fyrir leikskóla, nýtt námskeið í PALS lestri fyrir 1. bekk, PALS námskeið í lestri fyrir 2.-8. bekk, námskeið í PALS stærðfræði fyrir leikskóla, 1. bekk og 2.-6. bekk og nýtt PALS leiðtoganámskeið. PALS leiðtoganámskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar veitir Hulda Karen Daníelsdóttir, hulda.karen.danielsdottir@gmail.com