SÍSL verkefnið býður kennurum upp á þjálfun í viðurkenndum aðferðum sem hafa verið mikið rannsakaðar í Bandaríkjunum og koma vel til móts við þarfir kennara sem starfa með fjölbreytta nemendahópa í skóla án aðgreiningar.
Í febrúar og mars er boðið upp á eftir farandi námskeið:
- PALS lestur (e. Peer-Assisted Learning Strategies)
– 6. febrúar í Reykjavík (FULLT) - PALS lestur (e. Peer-Assisted Learning Strategies)
– 4. mars í Reykjavík – (NÝTT NÁMSKEIÐ) - 6+1 Vídd ritunar (e. 6+1 Traits of Writing)
– 5. mars í Reykjavík - Skólaorðaforði: Hugtakaskilningur og samræða til náms (e. Academic Vocabulary)
– 10. febrúar í Reykjavík (FULLT)
– 24. febrúar á Akureyri
Skólaskrifstofur sveitarfélaga, grunn- og framhaldsskólar, kennarafélög, fagfélög kennara og aðrir áhugasamir geta pantað til sín námskeið með því að hafa samband við Huldu Karen Daníelsdóttur hulda.karen.danielsdottir@reykjavik.is sem stýri SÍSL verkefninu.