Á námskeiðinu 6+1 vídd ritunar fá þátttakendur þjálfun í nýrri ritunarnálgun sem byggir á 7 víddum ritunar. Víddirnar sem um ræðir eru hugmyndir, skipulag, rödd, orðaval, setningaflæði, rithefðir og framsetning. Þátttakendur fá m.a. þjálfun í:
- að meta verkefni nemenda samkvæmt matsramma
- að umorða matsramma á nemendavænt tungumál
- að útbúa ásamt nemendum árangursviðmið
- að flokka barnabækur eftir hinum ýmsu víddum og nota þær til að kynna víddirnar
- Nánari upplýsingar um 6+1 vídd
Kennarar: Borghildur Sigurðardóttir og Anna Sjöfn Sigurðardóttir
Tími: Fimmtudagurinn 22. janúar 2015, frá kl. 14:00 til 17:00 og föstudagurinn 23. janúar 2015, frá kl. 13.00 til 16:00. Ætlast er til þess að þátttakendur mæti báða dagana og yfirgefi ekki námskeiðið fyrr en að því loknu. Þeir þurfa að mæta með eigin skriffæri.
Staður: Safnaðarheimili Háteigskirkju, Háteigsvegi 105 Reykjavík sjá kort
Kostnaður: Þátttökugjald á námskeiðinu er 10.500. Innifalið í því er kennsla, handbók, námskeiðsgögn og kaffi.
Námskeiðið er haldið á vegum SÍSL verkefnisins og styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla
- Vinsamlega skráið þátttöku hér
|