Reykjavík – mánudaginn 8. febrúar 2016
Á námskeiðinu fá þátttakendur þjálfun í nýrri ritunarnálgun sem byggir á 7 víddum ritunar. Víddirnar sem um ræðir eru hugmyndir, skipulag, rödd, orðaval, setningaflæði, rithefðir og framsetning. Ætlast er til þess að þátttakendur yfirgefi ekki námskeiðið fyrr en að því loknu. Þeir þurfa að mæta með eigin skriffæri.
Þátttökugjald á námskeiðinu er 16.500. Innifalið í því er kennsla, handbók, námskeiðsgögn og kaffi.
Dagur: mánudagurinn 8. febrúar 2016
Tími: 09.00-16. 00 með hádegishléi. Þátttakendur eru á eigin vegum í hádeginu.
Staður: Safnaðarheimili Háteigskirkju, Háteigsvegi 105 Reykjavík sjá kort
Kennarar: Anna Sjöfn Sigurðardóttir og Borghildur Sigurðardóttir
Námskeiðið er haldið á vegum SÍSL verkefnisins