Um móðurmálskennslu

Á netinu má finna ýmsar upplýsingar er tengjast móðurmálskennslu, réttindum nemenda og viðurkenningu á kunnáttu þeirra, samstarfi kennara o.fl:

Forsíðufréttir | Skildu eftir athugasemd

„Hvorfor blev du lærer?“

Hvad er kernen i lærerarbejdet? Hvorfor er det vigtigt at være bevidst om sin professionelle identitet som lærer? Og hvilken mening har Professionsidealet i dag?

Det var nogle af de spørgsmål, som Anders Bondo Christensen og den Islandske professor Hafdís Ingvarsdóttir debatterede med 70 engagerede medlemmer af Danmarks Lærerforening. Se webindslag nedenfor med:

Lærernes formand og den islandske professor
Voxpop med fire mødedeltagere.
Oplæg af Hafdís Ingvarsdóttir

Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Hvað er Heilahristingur?

heilahristingurHeilahristingur er heimanámsaðstoð við nemendur í grunnskólum. Verkefnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafns og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Tilgangur verkefnisins er að styðja og styrka nemendur í námi sínu og kynna þeim þá þjónustu sem bókasafnið býður upp á í tengslum við nám, áhugamál, tómstundir og annað.

Heilahristingur er í boði fyrir fyrir nemendur í 4.-10. bekk og fer fram í tveimur söfnum Borgarbókasafns:

  • Kringlusafn: mánudagar kl. 14.45-16.15
  • Gerðubergssafn: miðvikudagar kl. 14.30-16.00

Sjálfboðaliðar taka á móti þeim nemendum sem hafa áhuga á að nýta sér aðstoðina í söfnunum. Heimanámsaðstoðin er kölluð Heilahristingur og er áhersla lögð á að virkja nemendurna í námi og að hafa það skemmtilegt saman.

Forsíðufréttir | Lokað fyrir athugasemdir

Tungumál á torgi

CafeLinguaÁ Íslandi eru töluð yfir hundrað tungumál af fólki sem hefur annað mál en íslensku að móðurmáli. Þetta kom m.a. í ljós þegar Alþjóðadegi móðurmálsins var fagnað í febrúar, en í tilefni hans var settur upp vefur hér á Tungumálatorginu þar sem skólar geta skráð tungumálaforða nemenda.

Fimmtudaginn 13. mars, kl. 14, gefst tækifæri til að kynnast hluta af þessum heimsmálum í Café Lingua á Háskólatorgi Háskóla Íslands, þar sem nemendur, sem eru að læra íslensku sem annað mál, og aðrir áhugasamir, munu kynna tungumál sín á lifandi hátt. Kynningin fer fram á íslensku, en gestir geta í kjölfarið spreytt sig á tungumálum eins og rússnesku, kínversku, frönsku, ítölsku, norsku, sænsku, dönsku, ungversku, úkraínsku, þýsku og georgísku og kynnast um leið fjölbreyttri menningu.

Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og auðgað mannlíf og menningu í samfélaginu og á sama tíma að vekja forvitni borgarbúa um heiminn í kringum okkur. Lesa meira

Forsíðufréttir, Menntamidja | Lokað fyrir athugasemdir

Ör-ráðstefna og aðalfundur STÍL

Stíl

Verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík

föstudaginn 14. mars, kl. 15:00 – 18:00

Skráning þátttöku: vera@fsu.is

Ör-ráðstefna

Dr. Anna Jeeves: Tungumálasjálf íslenskra ungmenna í ensku og öðrum erlendum tungumálum.

Dr. Birna Arnbjörnsdóttir: Enska sem erlent mál eða enska sem akademískt mál? Alhliða máluppeldi og þarfir nemenda?

Þórhildur Lárusdóttir og Þórdís Eyvör Valdimarsdóttir, kennarar við Kvennaskólann: Breyttar áherslur í kjölfar innleiðingar nýrrar námskrár.

 

Miðdegishressing

 

Dagskrá aðalfundar verður eftirfarandi:

1. Skýrsla stjórnar verði aðgengileg á heimasíðu samtakanna fyrir aðalfund.

2. Starfsáætlun stjórnar STÍL fyrir næsta starfsár lögð fram til samþykktar.

3. Reikningar samtakanna lagðir fram til umræðu og samþykktar.

4. Stutt skýrsla aðildarfélaga og verði aðgengileg á heimasíðu samtakanna fyrir aðalfund.

5. Skýrsla ritnefndar STÍL og verði aðgengileg á heimasíðu samtakanna fyrir aðalfund.

6. Ákvörðun árgjalds næsta árs og útgjalda vegna útgáfumála og nefndasetu

7.  Breytingar á lögum og  samþykktum.

8.  Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

9.  Önnur mál.

Léttar veitingar í lok aðalfundar

Forsíðufréttir, Menntamidja | Lokað fyrir athugasemdir

Vefur Alþjóðadags móðurmálsins

Nýjasti vefurinn á Tungumálatorginu er tileinkaður Alþjóðadegi móðurmálsins. Vefurinn verður nýttur til að safna saman efni er tengist þessum mikilvæga og árvissa viðburði.

Árið 2014 tengjast ýmsir viðburðir Alþjóðadegi móðurmálsins og mun Íslenska UNESCO-nefndin og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, í samstarfi við fleiri aðila, efna til nokkurra viðburða í vikunni 21.-28. febrúar.

 

Forsíðufréttir, Menntamidja | Lokað fyrir athugasemdir

Alþjóðadagur móðurmálsins og vika móðurmálsins

InternationalMotherÍslenska UNESCO-nefndin og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hafa ákveðið að efna til nokkurra viðburða í vikunni 21.-28. febrúar í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins. Leitað hefur verið eftir samstarfi við fjölmarga aðila, m.a. Móðurmál – Félag tvítyngdra barna, Kennarasamband Íslands,Reykjavíkurborg og fleiri aðila, sem hafa látið sig þennan málaflokk varða.

Í tilefni þessa dags í ár verður vakin athygli á starfi fjölmargra aðila sem tengjast ólíkum móðurmálum, hvatt til umræðu í skólum um hvernig sé hægt að koma til móts við nemendur sem tala annað móðurmál en íslensku og myndböndum um efnið komið á framfæri. Efnt verður til samvinnu við skóla um allt land sem felur í sér skráningu
einstakra bekkja á tungumálaforða sínum, og haldinn verður sérstakur fyrirlestur um ólík móðurmál í skólakerfinu.

Móðurmálsvikunni lýkur með málþingi í Norræna húsinu, föstudaginn 28. febrúar, kl. 15–17.

Forsíðufréttir, Menntamidja | Lokað fyrir athugasemdir

Dagur íslenska táknmálsins

Þann 11.febrúar mun táknmálssamfélagið fagna Degi íslenska táknmálsins, málnefnd um íslenskt táknmál og rannsóknarstofa táknmálsfræða í HÍ skipuleggur málþing um málumhverfi heyrnarlausra barna sem verður í Odda mánudaginn 11.febrúar kl 15-17.

Félag heyrnarlausra skipuleggur viðburðinn Þögla kvöldið sem verður síðar um kvöldið, nánari upplýsingar koma seinna.

Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Orðsporið

Á degi leikskólans, 6. febrúar 2014, hlaut verkefnið Okkar mál sem Tungumálatorgið kemur að viðurkenninguna Orðsporið.

Viðurkenningin er veit af kynningarnefnd Félags leikskólakennara og Félagi stjórnenda leikskóla til þeirra sem hafa þótt skara fram úr og unnið ötullega í þágu leikskóla og/eða  leikskólabarna.

Meginmarkmið verkefnisins Okkar mál er að auka samstarf skóla í Fellahverfi og stofnana í Breiðholti með það að leiðarljósi að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu.

Samstarfsaðilar í Okkar mál-verkefninu eru Fellaskóli, Leikskólinn Holt, Leikskólinn Ösp, Miðberg, Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi – Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Þjónustumiðstöð Breiðholts.

breidfylking

Forsíðufréttir, Menntamidja | Lokað fyrir athugasemdir

Fyrir skóla fjölbreytileikans

Þróunarverkefnið SÍSL – Sérfræðingateymi í samfélagi sem lærir heldur úti vefsíðu á Tungumálatorginu.

Meðal þess sem SÍSL býður upp á er þjálfun og námskeið fyrir kennara í viðurkenndum aðferðum til að koma til móts við þarfir þeirra sem starfa með fjölbreytta nemendahópa í skóla án aðgreiningar.

Forsíðufréttir | Lokað fyrir athugasemdir