KLAKI 1 – gagnagrunnur og orðalistar

Bjarni SorbonneKLAKI 1 – er efni tengt efninu Íslenska fyrir alla unnið af Bjarna Benedikt Björnssyni, íslenskukennara við Sorbonne og doktorsnema við Háskóla Íslands.

Markhópur KLAKA 1 eru nemendur í íslensku og norrænum fræðum.  Gagnagrunnurinn nýtist öllum sem vilja skoða grunnorðaforða íslensks máls með hliðsjón af kennslubókunum Íslenska fyrir alla og Learning Icelandic, ásamt beygingarflokkum og skýringum.

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við KLAKI 1 – gagnagrunnur og orðalistar

Áhugaverðar greinar í Málfríði

Ímalfridur Málfríði, tímariti Samtaka tungumálakennara sem nýverið kom út má finna áhugavert lesefni.

Nefna má greinar um frábær árangur Fellaskóla í lestri, vinnstofur í Graz, vinnutíma og stöðu tungumála í framhaldsskóla, afmælisthátíð STÍL og umfjöllun um Velkomið verkefnið sem hýst er hér á Tungumálatorginu.

Lesa Málfríði

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Áhugaverðar greinar í Málfríði

Evrópumerkið 2015

evropumerkid_2014Velkomin – úrræði fyrir móttöku og samskipti hlýtur Evrópumerkið í tungumálum (European Language Lable) árið 2015. Viðurkenningin verður veitt á Evrópska tungumáladeginum hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur laugardaginn 26. september.

Velkomin verkefnið er samskiptatæki bæði til að kenna íslensku sem annað tungumál og til að auðvelda skólum móttöku, aðlögun og samskipti við erlenda nemendur og foreldra þeirra. Efnið er margvíslegt og skiptist í þrettán flokka á sex tungumálum. Verkefnið byggir á margvíslegri opinberri stefnumótun og styður við fjölmenningarlegt skólastarf. Nýbreytnin felst einkum í því að strax við komuna til Íslands geta nemendur sem ekki eiga íslensku að móðurmáli og foreldrar þeirra haft auðveldari samskipti við skólasamfélagið gegnum samskiptatækni sem verkefnið býður upp á.


Evrópumerkið er gæðaviðurkenning Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins á framúrskarandi tungumálaverkefnum.

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Evrópumerkið 2015

Evrópski tungumáladagurinn

Í tilefni af evrópska tungumáladeginum stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir hátíðardagskrá í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi, með stuðningi Nordplus-tungumálaáætlunarinnar.

Dagskrá:

  • Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO fyrir tungumál, setur málþingið.
  • Afhending Evrópumerkisins (European Label)
  • Sigrún Ólafsdóttir verkefnisstjóri, Rannsóknamiðstöð Íslands: „Nordplus tungumálaáætlunin.“
  • Brynhildur Ásgeirsdóttir, formaður Linguae – Félags tungumálanema við Háskóla Íslands.
  • Alma Ágústsdóttir, enskunemi við Háskóla Íslands: „Enskukunnátta.“

Hádegishlé, léttar veitingar.

  • Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð: „Af sjónarhóli skólastjórnenda.“
  • Margrét Helga Hjartardóttir, frönskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík: „Staða erlendra tungumála í Kvennaskólanum eftir styttingu náms til stúdentsprófs.“
  • Anna Margrét Bjarnadóttir, dönskukennari og fagstjóri í Víðistaðaskóla: „Viðhorf gagnvart tungumálakennslu.“

Fundarstjóri er Petrína Rós Karlsdóttir, formaður STÍL.

Málþingið fer fram í fyrirlestrasal 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands (á bak við Norræna húsið).

Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Evrópski tungumáladagurinn