Hvað er til? – Hvar er það? – Hvernig nota ég það?

Ofangreindar spurningar eru yfirskrift starfsdags sem haldinn verður föstudaginn 4. nóvember 2016. Starfsdagurinn er ætlaður öllum sem vilja kynna sér verkfæri sem nýtast vel í kennslu flestra nemenda, en ekki síst þeirra sem læra íslensku sem annað tungumál.

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Hvað er til? – Hvar er það? – Hvernig nota ég það?

Evrópski tungumáladagurinn

Mwtmennta- og menningarmálaráðuneyti hvetur skóla, aðrar fræðslustofnanir og hagsmunaaðila til að taka þátt í Evrópska tungumáladeginum 26. september 2016.
Þennan dag er lögð áhersla á fjölbreytni tungumála í Evrópu og mikilvægi tungumálanáms og er hann haldinn hátíðlegur meðal 45 Evrópuþjóða.

 

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Evrópski tungumáladagurinn

Orðaskjóða

logo_ordaskj3-276x300Orðaskjóða er nýr vefur á Tungumálatorginu. Í Orðaskjóðu eru æfingar til að þjálfa hugtakaskilning í lesgreinum. Þær eru ætlaðar nemendum í efri bekkjum grunnskóla og þá einkum þeim sem hafa íslensku sem annað mál. Alls er unnið með 80 hugtök, 15 grunnhugtök, samsett orð byggð á þeim og skyld hugtök fyrir hvert og eitt þeirra.

Í Orðaskjóðunni má finna 16 verkefnisskjóður þar sem unnið er með orðin á fjölbreyttan hátt. Fimmtán fyrstu skjóðurnar innihalda eins verkefni fyrir mismunandi hugtök. Á fyrstu tveimur glærunum eru hugtökin kynnt og skilgreind á einfaldan hátt. Síðan koma fjölbreyttar gagnvirkar verkefnagerðir: Eyðufyllingar, tengiverkefni og fjölvalsspurningar.

Í sautjándu skjóðunni er svo unnið með blönduð hugtök úr hinum skjóðunum og snúast æfingarnar um að tengja saman myndir og hugtök. Endurtekningin á að tryggja að orðin festist vel í minni.

Verkefnin má nýta sem hluta af kjarnanámsefni fyrir þann nemendahóp sem það hentar eða sem viðbót við annað námsefni.

Höfundar Orðaskjóðu eru Arnbjörg Eiðsdóttir, Inga Mjöll Harðardóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Elsa Dóróthea Daníelsdóttir sá um tæknivinnu, útlitshönnun og uppsetningu vefs á Tungumálatorgi. Verkefnið var styrkt af Rannís árið 2014.

Birt í Forsíðufréttir, Menntamidja | Slökkt á athugasemdum við Orðaskjóða

KLAKI 1 – gagnagrunnur og orðalistar

Bjarni SorbonneKLAKI 1 – er efni tengt efninu Íslenska fyrir alla unnið af Bjarna Benedikt Björnssyni, íslenskukennara við Sorbonne og doktorsnema við Háskóla Íslands.

Markhópur KLAKA 1 eru nemendur í íslensku og norrænum fræðum.  Gagnagrunnurinn nýtist öllum sem vilja skoða grunnorðaforða íslensks máls með hliðsjón af kennslubókunum Íslenska fyrir alla og Learning Icelandic, ásamt beygingarflokkum og skýringum.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við KLAKI 1 – gagnagrunnur og orðalistar