Orðaskjóða

logo_ordaskj3-276x300Orðaskjóða er nýr vefur á Tungumálatorginu. Í Orðaskjóðu eru æfingar til að þjálfa hugtakaskilning í lesgreinum. Þær eru ætlaðar nemendum í efri bekkjum grunnskóla og þá einkum þeim sem hafa íslensku sem annað mál. Alls er unnið með 80 hugtök, 15 grunnhugtök, samsett orð byggð á þeim og skyld hugtök fyrir hvert og eitt þeirra.

Í Orðaskjóðunni má finna 16 verkefnisskjóður þar sem unnið er með orðin á fjölbreyttan hátt. Fimmtán fyrstu skjóðurnar innihalda eins verkefni fyrir mismunandi hugtök. Á fyrstu tveimur glærunum eru hugtökin kynnt og skilgreind á einfaldan hátt. Síðan koma fjölbreyttar gagnvirkar verkefnagerðir: Eyðufyllingar, tengiverkefni og fjölvalsspurningar.

Í sautjándu skjóðunni er svo unnið með blönduð hugtök úr hinum skjóðunum og snúast æfingarnar um að tengja saman myndir og hugtök. Endurtekningin á að tryggja að orðin festist vel í minni.

Verkefnin má nýta sem hluta af kjarnanámsefni fyrir þann nemendahóp sem það hentar eða sem viðbót við annað námsefni.

Höfundar Orðaskjóðu eru Arnbjörg Eiðsdóttir, Inga Mjöll Harðardóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Elsa Dóróthea Daníelsdóttir sá um tæknivinnu, útlitshönnun og uppsetningu vefs á Tungumálatorgi. Verkefnið var styrkt af Rannís árið 2014.

Forsíðufréttir, Menntamidja | Slökkt á athugasemdum við Orðaskjóða

KLAKI 1 – gagnagrunnur og orðalistar

Bjarni SorbonneKLAKI 1 – er efni tengt efninu Íslenska fyrir alla unnið af Bjarna Benedikt Björnssyni, íslenskukennara við Sorbonne og doktorsnema við Háskóla Íslands.

Markhópur KLAKA 1 eru nemendur í íslensku og norrænum fræðum.  Gagnagrunnurinn nýtist öllum sem vilja skoða grunnorðaforða íslensks máls með hliðsjón af kennslubókunum Íslenska fyrir alla og Learning Icelandic, ásamt beygingarflokkum og skýringum.

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við KLAKI 1 – gagnagrunnur og orðalistar

Áhugaverðar greinar í Málfríði

Ímalfridur Málfríði, tímariti Samtaka tungumálakennara sem nýverið kom út má finna áhugavert lesefni.

Nefna má greinar um frábær árangur Fellaskóla í lestri, vinnstofur í Graz, vinnutíma og stöðu tungumála í framhaldsskóla, afmælisthátíð STÍL og umfjöllun um Velkomið verkefnið sem hýst er hér á Tungumálatorginu.

Lesa Málfríði

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Áhugaverðar greinar í Málfríði

Evrópumerkið 2015

evropumerkid_2014Velkomin – úrræði fyrir móttöku og samskipti hlýtur Evrópumerkið í tungumálum (European Language Lable) árið 2015. Viðurkenningin verður veitt á Evrópska tungumáladeginum hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur laugardaginn 26. september.

Velkomin verkefnið er samskiptatæki bæði til að kenna íslensku sem annað tungumál og til að auðvelda skólum móttöku, aðlögun og samskipti við erlenda nemendur og foreldra þeirra. Efnið er margvíslegt og skiptist í þrettán flokka á sex tungumálum. Verkefnið byggir á margvíslegri opinberri stefnumótun og styður við fjölmenningarlegt skólastarf. Nýbreytnin felst einkum í því að strax við komuna til Íslands geta nemendur sem ekki eiga íslensku að móðurmáli og foreldrar þeirra haft auðveldari samskipti við skólasamfélagið gegnum samskiptatækni sem verkefnið býður upp á.


Evrópumerkið er gæðaviðurkenning Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins á framúrskarandi tungumálaverkefnum.

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Evrópumerkið 2015