Jóladagatal 2014

Við á Tungumálatorgi erum komin í jólaskap og líkt og fyrri ár verður jóladagatal hér á vefsíðu tungumáltorgs. Að þessu sinni eru það verkefni nemenda í 8. bekk Lágafellsskóla sem eru á bakvið hvern glugga. Verkefnin unnu nemendur í veflæga kynningarforritinu PowToon. Njótið vel.

joladagatal_tungumalatorg_2014

Forsíðufréttir, Menntamidja | | bjarjons --> Merkt , , | Lokað fyrir athugasemdir

Smásagnakeppni – enska

Stjórn FEKI stendur fyrir smásagnakeppni á ensku og þemað er „Doors“. mynd_3.bVest

Keppnin er ætluð nemendum í grunn- og framhaldsskólum og skiptist í fjóra flokka þ.e. 6. bekkur og yngri, 7.-8. bekkur, 9.-10. bekkur og framhaldsskóli.

Hver skóli má senda inn 3 smásögur, skilafrestur er til 2. desember 2014 og sendist á netfangið renata.emilsson.peskova@reykjavik.is.

Smelltu hér til að lesa nánar um keppnina.

 

Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Evrópski tungumáladagurinn

evr-tungum-100

STÍL og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum efna til málþings í tilefni af Evrópska tungumáladeginum föstudaginn 26. september.

Málþingið verður haldið í stofu 101 í Lögbergi (H.Í.) kl. 15:00 – 17;30 og á eftir verður boðið upp á léttar veitingar.

Dagskráin verður auglýst síðar en meðal þátttakenda verða Atli Freyr Steinþórsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona.

Þeim tungumálakennurum sem vilja halda daginn hátíðlegan í sínum skólum er bent á að í Tungumálamiðstöð HÍ í Nýja Garði má nálgast kynningarefni frá ECML í Graz, svo sem lyklakippur, veggspjöld og límmiða sem upplagt er að dreifa meðal nemenda.
Vinsamlegast hafið samband við Eyjólf Má Sigurðsson: ems@hi.is. vegna þessa.

Á heimasíðu ECML er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar tengdar þessum degi.

Hér er slóð þar er hægt að hlýða á erindi sem flutt voru á Evrópska tungumáladeginum 2013: http://vigdis.hi.is/node/981/

 

 

 

Borgarbókasafnið býður  í dagskrá um portúgölsku án landamæra og tungumálateiti, laugardaginn 27. í Gerðubergi kl. 14:00 – 16:00.

Dagskráin hefst kl. 14:00:  Portúgalska án landamæra og evrópsk tungumál í brennidepli. Portúgalska er töluð í 5 heimsálfum. Gestum gefst tækifæri til að fá innsýn í portúgalska tungu og bókmenntir.

Umsjón: Marina de Quintanilha e Mendonça í samvinnu við Félag portugölskumælandi á Íslandi og Samtökin Móðurmál.

Kl. 15.00-16 verður evrópskt „tungumálateiti“, þar sem hægt verður að spjalla við tungumálafulltrúa og æfa sig í hinum ýmsu tungumálum í tilefni af Evrópska tungumáladeginum.

Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Starfsemi á Tungumálatorginu

Árið 2013 og fyrri hluta árs 2014 voru ýmis verkefni unnin á vettvangi Tungumálatorgsins, sérvefjum fjölgaði töluvert og umferð um vefi jókst umtalsvert.  Í skýrslu sem unnin var í júlí 2014 um starfsemina er þráðurinn tek­inn upp frá því í annarri greinargerð frá desember 2012.

Í skýrslunum er athyglinni beint að einstökum verkefnum sem öll tengjast námi og kennslu tungumála og fjölmenningarlegu skólastarfi. Fjallað er um margvíslegra þróun sem haft hefur áhrif á verkefnið, starf verkefnastjóra, stöðu og framtíðarhorfur torgsins.

 

Sjá skýrslu frá júlí 2014

 

Forsíðufréttir | Lokað fyrir athugasemdir

Tungumál samtvinnuð dansi og leikrænni tjáningu. Er það eitthvað fyrir þig?

fliss_og_stilFLÍSS – Félag um leiklist í skólastarfi í samvinnu við STÍL -Samtök tungumálakennara á Íslandi.

Markhópur: kennarar í erlendum tungumálum og kennarar í leiklist og leikrænni tjáningu á öllum skólastigum. 

 

S-SOLAINEKennari er Stéphane Soulaine frá Frakklandi, yfirmaður deildar tungumála, menningar og lista við Menntunafræðideild ISFEC – Institut Supérieur de Formation de L‘Enseignement Catholique í Rennes á Bretagne skaga. Stéphane hefur nýlokið doktorsnámi þar sem hann vann með tengsl hreyfinga og leikrænnar tjáningar við tungumálanám.

 • Staður: Háteigsskóli í Reykjavík.
 • Dagar: 20.-21. september 2014.
 • Tími: kl. 9:30-16:00 báða dagana með hádegishléi.
 • Skráning: fliss@fliss.is Við skráningu þarf að koma fram eftirfarandi: Nafn, heimili, sími, netfang, skóli og hvaða grein viðkomandi kennir.
 • Þáttökugjald: 18.000 kr. Þeir sem skrá sig á námskeiðið fyrir lok júlí greiða 14.000.
 • Staðfestingargjald:  kr.  5000 og greiðist við skráningu.
 • Bankaupplýsingar: Reikningur FLÍSS í Íslandsbanka: 515-26-620506. Kennitala FLÍSS er: 650506-1250
 • Hressing í kaffihléum innifalin í verði
 • Kennsla fer fram á ensku.
 • Samstarfsaðili: STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi.

Markmið námskeiðsins eru þríþætt:

 • Kynna og vinna með hvernig aðferðir ættaðar frá dansi, leiklist og kennslu erlendra tungumála  geta eflt tilfinningu nemenda fyrir tungumálinu og gert þá öruggari í að tjá sig í gegnum erlent tungumál.
 • Kenna raddæfingar og líkamsæfingar sem efla tilfinningu fyrir orku líkamans, mismunandi spennu, þungaflutningi og hrynjandi.
 • Kenna margskonar aðferðir við samþættingu tungumála og leikrænnar tjáningar í í kennslustofunni.

Inn á milli á námskeiðinu verður gefinn tími fyrir umræður slökun og almennt spjall.

Minnt er á að í Aðalnámskrá er leikræn tjáning ein þeirra kennsluaðferða sem talin er falla vel að kennslu í tungumálanámi.

Forsíðufréttir | Lokað fyrir athugasemdir

Þjálfun í nýrri ritunarnálgun

sumarnamskeid_ISBRU

Í sumar heldur Ísbrú ellefta sumarnámskeið sitt fyrir kennara sem kenna nemendum með íslensku sem annað tungumál á öllum skólastigum.

Á námskeiðinu fá þátttakendur þjálfun í nýrri ritunarnálgun sem byggir á 7 víddum ritunar. Víddirnar sem um ræðir eru hugmyndir, skipulag, rödd, orðaval, setningaflæði, rithefðir og framsetning.

Þátttakendur fá þjálfun í:

 • að meta verkefni nemenda samkvæmt matsramma
 • að umorða matsramma á nemendavænt tungumál
 • að útbúa ásamt nemendum árangursviðmið
 • að flokka barnabækur eftir hinum ýmsu víddum og nota þær til að kynna víddirnar

Lesa meira

Forsíðufréttir | Lokað fyrir athugasemdir

Sumarnámskeið STÍL – Samtaka tungumálakennara

LogoTími: mán. 2. júní og þri. 3. júní kl. 8:00-12 og 13:00-16:00 (2x)

Efni: Á námskeiðinu verður fjallað um munnlegt námsmat á grundvelli Evrópurammans (þrep A2, B1, B2) og sjónum beint að hvernig mat er lagt á munnlega færni á grundvelli færniþrepa rammans. Sjá nánar.

Skráningarfrestur : 26. maí 2014

Kennari: Sylvie LEPAGE

Tungumál námskeiðsins er enska.

Forsíðufréttir | Lokað fyrir athugasemdir

Viðhorf og tungumálavitund

nordplusÁ vegum Nordplus verkefnis sem heitir „Að auka tungumálavitund á Norður- og Eystrasaltslöndum“ (DELA-NOBA) er verið að safna upplýsingum um viðhorf kennara til tungumála og tungumálavitund nemenda.

Tungumálakennarar eru hvattir
til að svara könnuninni

Könnunin er á ensku, nafnlaus og tekur u.þ.b. 10 mínútur að svara. Þátttakendur eru beðnir um að taka afstöðu til Lesa meira

Forsíðufréttir | Lokað fyrir athugasemdir

„Hvorfor blev du lærer?“

Hvad er kernen i lærerarbejdet? Hvorfor er det vigtigt at være bevidst om sin professionelle identitet som lærer? Og hvilken mening har Professionsidealet i dag?

Det var nogle af de spørgsmål, som Anders Bondo Christensen og den Islandske professor Hafdís Ingvarsdóttir debatterede med 70 engagerede medlemmer af Danmarks Lærerforening. Se webindslag nedenfor med:

Lærernes formand og den islandske professor
Voxpop med fire mødedeltagere.
Oplæg af Hafdís Ingvarsdóttir

Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Tungumál á torgi

CafeLinguaÁ Íslandi eru töluð yfir hundrað tungumál af fólki sem hefur annað mál en íslensku að móðurmáli. Þetta kom m.a. í ljós þegar Alþjóðadegi móðurmálsins var fagnað í febrúar, en í tilefni hans var settur upp vefur hér á Tungumálatorginu þar sem skólar geta skráð tungumálaforða nemenda.

Fimmtudaginn 13. mars, kl. 14, gefst tækifæri til að kynnast hluta af þessum heimsmálum í Café Lingua á Háskólatorgi Háskóla Íslands, þar sem nemendur, sem eru að læra íslensku sem annað mál, og aðrir áhugasamir, munu kynna tungumál sín á lifandi hátt. Kynningin fer fram á íslensku, en gestir geta í kjölfarið spreytt sig á tungumálum eins og rússnesku, kínversku, frönsku, ítölsku, norsku, sænsku, dönsku, ungversku, úkraínsku, þýsku og georgísku og kynnast um leið fjölbreyttri menningu.

Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og auðgað mannlíf og menningu í samfélaginu og á sama tíma að vekja forvitni borgarbúa um heiminn í kringum okkur. Lesa meira

Forsíðufréttir, Menntamidja | Lokað fyrir athugasemdir