Um vefinn

Videokynning um vefinn
Vefurinn er upplýsingatorg fyrir kennara sem kenna nemendum með íslensku sem annað tungumál. Leitast verður við að færa kunnáttu sérfræðinga og fræðimanna út í skólana en um leið að safna upplýsingum frá kennurum um hvað virkar og hvað ekki samkvæmt þeirra reynslu. Mikilvægur þáttur er að stuðla að samvinnu almennra kennara og nýbúkennara. Efnið er á íslensku en vísað verður í heimildir á öðrum tungumálum og dæmi um lausnir í kennslu frá öðrum málsvæðum. Langtímamarkmið með vefnum er að bæta námsárangur nemenda með íslensku sem annað tungmál. Framfarir í rannsóknum á máltöku eru örar og eru upplýsingarnar sem koma fram hér ekki endilega þær einu réttu, stöðugar framfarir gætu umbylt þeim kenningum sem eru taldar fullgildar hverju sinni.

Höfundur texta og ábyrgðarmaður:
Anna Guðrún Júlíusdóttir, M. Ed. náms- og kennslufræði frá Háskóla Íslands.
Sími: 7798301

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI