2014

Móðurmálsvikan 21.-28. febrúar

Íslenska UNESCO-nefndin og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hafa ákveðið að efna til nokkurra viðburða í vikunni 21.-28. febrúar 2014 í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins. Leitað hefur verið eftir samstarfi við fjölmarga aðila, m.a. Móðurmál – Félag tvítyngdra barna, Kennarasamband Íslands, Reykjavíkurborg og fleiri aðila, sem hafa látið sig þennan málaflokk varða.

Fyrirmyndarstarf, myndbönd, umræður og hugmyndir

Í tilefni þessa dags í ár verður vakin athygli á starfi fjölmargra aðila sem tengjast ólíkum móðurmálum, hvatt til umræðu í skólum um hvernig sé hægt að koma til móts við nemendur sem tala annað móðurmál en íslensku og myndböndum um efnið komið á framfæri.

Tungumálaforðinn

Mikil menningarleg verðmæti felast í ræktun móðurmálsins sem styrkir stöðu einstaklingsins, auðgar samfélag fólks og tengir saman ólíka menningarheima, bæði innan samfélags og á milli þeirra. Menning á Íslandi býr nú þegar yfir mikilli fjölbreytni og á hverjum degi eru í skólanum börn sem eiga sér fjölmörg ólík móðurmál. Í þessum ríkulega tungumálaforða okkar felast verðmæti sem okkur ber bæði að hlúa að og virða

Efnt verður til samvinnu við skóla um skráningu á tungumálaforða sínum, og haldinn verður sérstakur fyrirlestur um ólík móðurmál í skólakerfinu.

Móðurmál – mál málanna

Málþing í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stendur fyrir dagskrá í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins í samvinnu við íslensku UNESCO-deildina, félagasamtökin Móðurmál og Konur af erlendum uppruna, Borgarbókasafn Reykjavíkur, Kennarasamband Íslands, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Norræna húsið.

  • Norræna húsið
  • Föstudagur 28. febrúar
  • Kl. 15-17
  • Sjá nánar
Scroll To Top