Umfjöllun í fjölmiðlum

Umfjöllun í fjölmiðlum

Fréttastofa RÚV hefur á síðustu vikum fjallað um mikilvægi og útfærslu móðurmálskennslu, Café Lingua og þau fjölmörg tungumál sem töluð eru á Íslandi. Lesa meira »

Skólamoli um tungumál

Í skólamola Kennarasambands Íslands sem birtur var 1. apríl er ríkulegur tungumálaforði Íslands gerður að umfjöllunarefni. Þó nokkrar fróðlegar örsögur úr skólum á landinu fylgja molanum.

Ríkulegur tungumálaforði

Ríkulegur tungumálaforði

Í viku móðurmálsins, 21. – 28. febrúar 2014, var efnt til samvinnu við skóla um skráningu á tungumálaforða sínum. Í ljós kom að í þeim skólum sem skráðu upplýsingar eru töluð frá einu tungumáli upp í 36 tungumál. Heildarfjöldi tungumála í íslensku skólum er yfir 90 tungumál. Lesa meira »

Sérstakar viðurkenningar

eittthusundAllir skólar sem sendu inn upplýsingar um tungumálaforða sinn fá send rafræn viðurkenningarskjöl með þakklæti fyrir þátttöku sína. Jafnframt voru þrír skólar dregnir úr hópi allra þátttakenda. Þessir skólar fá bókina Eitt þúsund tungumál sérstaklega áritaða af frú Vigdísi Finnbogadóttir. Skólarnir eru:

  • Fellaskóli í Reykjavík
  • Grunnskóli Hornafjarðar
  • Leikskólinn Bakkaberg

Bókaforlagið Opna lagði til verðlaunin Eitt þúsund tungumál.

Móðurmál – mál málanna

Málþingið Móðurmál – mál málanna! verður haldið í tilefni Alþjóðlega móðurmálsdagsins 2014

  • Staður:Norræna húsið
  • Tími: Föstudagur 28. febrúar 2014 kl. 15-17
  • Sjá dagskrá

Efni í hugmyndabankanum

ruv-tungumalafordiHér á þessum vef Alþjóðadags móðurmálsins
á Tungumálatorginu er stefnt að því að safna gagnlegum hugmyndum
til að koma til móts við nemendur sem tala annað móðurmál en íslensku.

Umfjöllun um leitina að tungumálaforðanum

ruv-tungumalafordiÍ tilefni af alþjóðaviku móðurmálsins var fjallað um leitina að tungumálaforða í skólum landsins í kvöldfréttum á RÚV. Nemendur í Hlíðaskóla og kennari þeirra voru heimsótt, athyglinni beint að öllum þeim tungumálum sem töluð eru á Íslandi og áhersla lögð á mikilvægi þess fyrir tvítyngd börn að fá tækirfæri til að viðhalda móðurmáli sínu og að það njóti virðingar.

Tungumál gefa okkur rætur og vængi

KRVÍ viðtali í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir af fjölbreyttum verkefnum sínum sem verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafninu. Kristín sem ólst upp í Danmörku og bjó þar í þrjátíu ár er tvítyngd, kallar sig snúbúa og veit af eigin reynslu hversu mikilvægt það er að halda móðurmálinu.

    „Tungumál gefa okkur rætur og vængi, hvort sem um er að ræða móðurmál eða önnur mál sem við tileinkum okkur. Móðurmálin eru rætur sjálfsmyndarinnar og þau erlendu mál sem við lærum gefa okkur vængi og skapa meðal annars tengsl okkar og samskipti við heiminn. En svo er líka hægt að hugsa þetta öfugt, því ný tungumál gefa okkur nýjar rætur og góð tök á móðurmálinu senda hugann á flug.“

Danska sem móðurmál, annað mál og erlent mál

bergthora_kristjansdottirBergþóra Kristjánsdóttir, lektor við Árósaháskóla, mun fjalla um umræður í danska menntakerfinu þar sem hefur verið tekist á um, hvað það felur í sér að greina á milli dönsku sem móðurmáls, annars máls og erlends máls, en slík flokkun tengist m.a. réttinum til náms, þátttöku í þjóðfélaginu og sjálfsmyndar.

Í fyrirlestri sínum mun Bergþóra skýra hvernig þessi flokkun hefur verið notuð og jafnframt mun hún ræða hvort það sé skynsamlegt að halda í slíka flokkun á tímum alþjóðavæðingar, þar sem ólík tungumál og menning setji í æ ríkara mæli svip sinn á þjóðfélagsmyndina og menningu þjóða.

  • Fimmtudagur 27. febrúar kl. 16
  • Stofa 101 í Odda, Háskóla Íslands
  • Sjá nánar

Viðtal í Sjónmáli

ruv-sjonmal2Í tilefni af Alþjóðadegi móðurmálsins og viku móðurmálsins fóru Renata Emilsson Peskova, formaður Móðurmáls – félags tvítyngdra barna og Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í annars máls fræðum í útvarpsþáttinn Sjónmál.

Þrjú ný myndbönd í tilefni dagsins

Í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins 2014 er vakin athygli á starfi fjölmargra aðila sem tengjast ólíkum móðurmálum, hvatt til umræðu í skólum um hvernig sé hægt að koma til móts við nemendur sem tala annað móðurmál en íslensku og myndböndum um efnið komið á framfæri.

Hugmyndabankinn

Hugmyndabankinn

Í tengslum við Alþjóðadag móðurmálsins er hvatt til umræðu í skólum um hvernig hægt er að koma til móts við nemendur sem tala annað móðurmál en íslensku. Í hugmyndabankanum hér á þessum vef munum við safna  Lesa meira »

21. febrúar

21. febrúar

Fyrir rúmum áratug tók Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna, UNESCO þá ákvörðun að alþjóðlegi móðurmálsdagurinn skyldi á hverju ári haldinn hátíðlegur þann 21. febrúar. Íslenska UNESCO-nefndin og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hafa ákveðið að efna til nokkurra viðburða í vikunni 21.-28. febrúar 2014 í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins. Leitað hefur verið eftir samstarfi við fjölmarga aðila, ... Lesa meira »

Þessi nýi vefur á Tungumálatorginu er tileinkaður Alþjóðadegi móðurmálsins. Vefurinn verður nýttur til að safna saman efni er tengist þessum mikilvæga og árvissa viðburði.

Scroll To Top