Hugmyndabankinn

Menning á Íslandi býr yfir mikilli fjölbreytni og á hverjum degi eru í skólanum börn sem eiga sér fjölmörg ólík móðurmál. Í þessum ríkulega tungumálaforða okkar felast verðmæti sem okkur ber bæði að hlúa að og virða.

Í tengslum við Alþjóðadag móðurmálsins er hvatt til umræðu í skólum um hvernig hægt er að koma til móts við nemendur sem tala annað móðurmál en íslensku.

Á þessari síðu söfnum við hugmyndum og stoðum sem gagnast í þessa umræðu og til frekari aðgerða.

Hugmyndir nr. 4

Myndskreyttar sögur á nokkrum tungumálum

Hulda Karen Daníelsdóttir kennslurágjafi átti frumkvæðið að því á Vetrarhátíð 2005 að safna saman nokkrum barnabókum á erlendum tungumálum, skanna þær inn, þýða á íslensku og gera þær með því aðgengilegri fyrir fleiri. Bækurnar eru birtar á vefnum www.allirmed.is (27. febrúar 2014).

Hugmyndir nr. 3

VeggspjaldMagnhildur
Veggspjaldið Móðurmálið er málið er upphaflega hannað af Magnhildi Gísladóttur verkefnisstjóra fjölmenningarmála á Hornafirði. Það birtist hér í útgáfu sem þróuð var með Borgarbókasafni Reykjavíkur og öllum er frjálst að prenta út og dreifa.
Veggspjaldið minnir á mikilvægi þess að lesa á móðurmálinu og halda tengslum við uppruna hvers einstaklings (26. febrúar 2014).

Hugmyndir nr. 2

Fleiri hugmyndir í hugmyndabankann koma frá Fríðu Bjarneyju Jónsdóttur, verkefnastjóra og ráðgjafa fjölmenningar í leikskóla hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkur (25. febrúar 2012)

Hugmyndir nr. 1

Fyrstu hugmyndirnar í hugmyndabankann koma frá Kristínu Vilhjálmsdóttur, verkefnastjóra fjölmenningar hjá Borgarbókasafninu (14. febúar 2014).

Scroll To Top