Föstudaginn 21. febrúar, kl. 13.-15 stendur Borgarbókasafn, Gerðubergi fyrir sögustund fyrir börn á 10 ólíkum tungumálum. Sögustundin fer fram á pólsku, spænsku, portúgölsku, litháísku, lettnesku, víetnömsku, íslensku, ensku, tékknesku og frönsku.
Sögubíllinn Æringi og Björk bókavera verða á staðnum.
Sögustundin er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Samtakanna móðurmáls